Fótbolti

Sverrir með bandið er PAOK vann fyrsta leik tímabilsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðaband PAOK í kvöld.
Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðaband PAOK í kvöld. Patrick Goosen/Orange Pictures/BSR Agency/Getty Images

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gríska liðinu PAOK er liðið tók á móti Panetolikos í fyrsta deildarleik tímabilsins. Sverrir bar fyrirliðaband PAOK í leiknum er liðið hafði betur, 1-0.

Eina mark leiksins skoraði Spánverjinn Brandon Llamas strax á sjöundu mínútu leiksins og niðurstaðan því 1-0 sigur PAOK.

Eins og áður segir var leikurinn hluti af fyrstu umferð tímabilsins og PAOK því með þrjú stig að henni lokinni.

Sverrir var ekki eini Íslendingurinn sem lék í Grísku úrvalsdeildinni í kvöld því fyrr í kvöld mættust Selfyssingarnir Viðar Örn Kjartansson og Guðmundur Þórarinsson þar sem Viðar skoraði í 3-1 sigri Atromitos gegn OFI Crete.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×