Sá sem var drepinn í skotárásinni í Malmö hátt settur í glæpagengi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 20. ágúst 2022 11:35 Fimmtán ára drengur hefur verið handtekinn grunaður um árásina. EPA-EFE/JOHN NILSSON Karlmaður sem lést í skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö í gær er talinn hafa verið skotmark árásarinnar. Samkvæmt sænskum miðlum er maðurinn mikilvægur í glæpagenginu Satudarah. Kona sem er alvarlega særð eftir árásina var gangandi vegfarandi í fríi og tengdist málinu ekkert. Ástand konunnar er sagt stöðugt en hún liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Fleiri hundruð gestir verslunarmiðstöðvarinnar Emporia flúðu staðinn í skelfingu eða földs sig síðdegis í gær þegar skothljóðin hófu að heyrast. Þær stóðu ekki lengi, lögreglan var komin á vettvang örfáum mínútum síðar, og tuttugu mínútum eftir að fyrstu skotunum var hleypt af var fimmtán ára piltur handtekinn, grunaður um að hafa verið að verki. Sá sem pilturinn skaut til bana var þrjátíu og eins árs frammámaður í genginu Satudarah Assasins samkvæmt Sydsvenska Dagbladet en konan sem var illa særð virðist hafa verið skotin óvart. Árásarmaðurinn, fimmtán ára piltur frá Gautaborg, hefur áður komið við sögu lögreglu og var að sögn fjölmiðla á flótta úr haldi yfirvalda. Petra Stenkula, lögreglustjóri í Malmö, segir að nú sé gengið út frá því að pilturinn hafi verið einn að verki en að vel geti verið að aðrir kunni að hafa komið að málinu. Ástandið í Malmö er að sögn lögreglustjórans orðið virkilega alvarlegt, fólk upplifi óöryggi á stöðum eins og í verslunarmiðstöðvum og að gera þurfi allt mögulegt til að stöðva innlimun ungmenna í glæpaheiminn. Magdalena Anderson forsætisráðherra Svíþjóðar mun í dag funda með Stenkula um ofbeldisölduna sem ríður yfir Malmö. Ríki og lögregla þurfi að hennar sögn að taka höndum saman til að bregðast við ástandinu. Svíþjóð Tengdar fréttir Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. 20. ágúst 2022 09:41 Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Kona sem er alvarlega særð eftir árásina var gangandi vegfarandi í fríi og tengdist málinu ekkert. Ástand konunnar er sagt stöðugt en hún liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Fleiri hundruð gestir verslunarmiðstöðvarinnar Emporia flúðu staðinn í skelfingu eða földs sig síðdegis í gær þegar skothljóðin hófu að heyrast. Þær stóðu ekki lengi, lögreglan var komin á vettvang örfáum mínútum síðar, og tuttugu mínútum eftir að fyrstu skotunum var hleypt af var fimmtán ára piltur handtekinn, grunaður um að hafa verið að verki. Sá sem pilturinn skaut til bana var þrjátíu og eins árs frammámaður í genginu Satudarah Assasins samkvæmt Sydsvenska Dagbladet en konan sem var illa særð virðist hafa verið skotin óvart. Árásarmaðurinn, fimmtán ára piltur frá Gautaborg, hefur áður komið við sögu lögreglu og var að sögn fjölmiðla á flótta úr haldi yfirvalda. Petra Stenkula, lögreglustjóri í Malmö, segir að nú sé gengið út frá því að pilturinn hafi verið einn að verki en að vel geti verið að aðrir kunni að hafa komið að málinu. Ástandið í Malmö er að sögn lögreglustjórans orðið virkilega alvarlegt, fólk upplifi óöryggi á stöðum eins og í verslunarmiðstöðvum og að gera þurfi allt mögulegt til að stöðva innlimun ungmenna í glæpaheiminn. Magdalena Anderson forsætisráðherra Svíþjóðar mun í dag funda með Stenkula um ofbeldisölduna sem ríður yfir Malmö. Ríki og lögregla þurfi að hennar sögn að taka höndum saman til að bregðast við ástandinu.
Svíþjóð Tengdar fréttir Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. 20. ágúst 2022 09:41 Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. 20. ágúst 2022 09:41
Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30
Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56