Innlent

Tæp­lega hundrað fluttir af gossvæðinu vegna meiðsla eftir að eld­gos hófst

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Björgunarsveitir hafa þurft að flytja fleiri en níutíu af gossvæðinu síðan eldgos hófst í Meradölum.
Björgunarsveitir hafa þurft að flytja fleiri en níutíu af gossvæðinu síðan eldgos hófst í Meradölum. Vísir/Vilhelm

Gosórói mælist minni en áður við Meradali og hraunrennsli sömuleiðis. Það nemur nú um fjórum rúmmetrum á sekúndu. Nýtt hraun hefur haldist innan Meradala en gæti með tímanum farið yfir slóða sem viðbragðsaðilar hafa notað til að komast á gosstöðvarnar.

Þetta kemur fram í stöðugskýrslu Samhæfingarstöðvar almannavarna sem birt var í gær. Þar segir að áhersla verði áfram lögð á að laga göngu- og neyðarleiðir á svæðinu. Ratljós séu nú komin á alla gönguleið A þar sem mest hættan var á að fólk villtist. Ljósin eru festar við stikur við gönguleiðina og sjást í slæmu skyggni en lýsa ekki upp gönguleiðina sjálfa. 

Fram kemur í skýrslunni að enn sé þörf á að ferðafólk hafi með sér eigin ljós að kvöld- og næturlagi. Enn þurfi þá að laga rúman kílómetra af leiðinni til viðbótar til að öll leiðin sé rudd fyrir viðbragðsaðila og göngufólk. 

Fram kemur að frá 3. ágúst til 17. ágúst hafi þurft að leita að 15 á svæðinu og flytja hafi þurft 93 vegna meiðsla. Ökklameiðsl hafi þar verið algengust. Örmögnun og ofkæling sé sömuleiðis tíð. Á sama tímabili hafi þá 390 björgunarsveitarmenn úr 31 björgunarsveit staðið vakt á svæðinu.

Brunavarnir Suðurnesja merki þá töluverða aukningu á útköllum vegna sjúkraflutninga eftir að gos hófst og útköllin vari þá alla jafnan lengur en áður, eða um fjórar til fimm klukkustundir. Fyrir Grindavíkursvæðið sé aukningin úr 10 upp í 17 prósent af heildarútköllum í sjúkraflutningum á svæðinu.


Tengdar fréttir

Gossvæðið opið í dag

Opið verður fyrir ferðamenn að ganga í átt að eldgosinu í Meradölum í dag. Gossvæðinu var lokað í gær en lokunaraðgerðir gengu vel samkvæmt viðbragðsaðilum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×