Tæplega hundrað fluttir af gossvæðinu vegna meiðsla eftir að eldgos hófst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 08:21 Björgunarsveitir hafa þurft að flytja fleiri en níutíu af gossvæðinu síðan eldgos hófst í Meradölum. Vísir/Vilhelm Gosórói mælist minni en áður við Meradali og hraunrennsli sömuleiðis. Það nemur nú um fjórum rúmmetrum á sekúndu. Nýtt hraun hefur haldist innan Meradala en gæti með tímanum farið yfir slóða sem viðbragðsaðilar hafa notað til að komast á gosstöðvarnar. Þetta kemur fram í stöðugskýrslu Samhæfingarstöðvar almannavarna sem birt var í gær. Þar segir að áhersla verði áfram lögð á að laga göngu- og neyðarleiðir á svæðinu. Ratljós séu nú komin á alla gönguleið A þar sem mest hættan var á að fólk villtist. Ljósin eru festar við stikur við gönguleiðina og sjást í slæmu skyggni en lýsa ekki upp gönguleiðina sjálfa. Fram kemur í skýrslunni að enn sé þörf á að ferðafólk hafi með sér eigin ljós að kvöld- og næturlagi. Enn þurfi þá að laga rúman kílómetra af leiðinni til viðbótar til að öll leiðin sé rudd fyrir viðbragðsaðila og göngufólk. Fram kemur að frá 3. ágúst til 17. ágúst hafi þurft að leita að 15 á svæðinu og flytja hafi þurft 93 vegna meiðsla. Ökklameiðsl hafi þar verið algengust. Örmögnun og ofkæling sé sömuleiðis tíð. Á sama tímabili hafi þá 390 björgunarsveitarmenn úr 31 björgunarsveit staðið vakt á svæðinu. Brunavarnir Suðurnesja merki þá töluverða aukningu á útköllum vegna sjúkraflutninga eftir að gos hófst og útköllin vari þá alla jafnan lengur en áður, eða um fjórar til fimm klukkustundir. Fyrir Grindavíkursvæðið sé aukningin úr 10 upp í 17 prósent af heildarútköllum í sjúkraflutningum á svæðinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Slökkvilið Grindavík Tengdar fréttir Flaug dróna eins nálægt og hægt er að komast gosinu Breski drónaljósmyndarinn Louis Houiller, náði nokkuð mögnuðu myndskeiði af eldgosinu í Meradölum á dögunum. 18. ágúst 2022 23:21 Gossvæðið opið í dag Opið verður fyrir ferðamenn að ganga í átt að eldgosinu í Meradölum í dag. Gossvæðinu var lokað í gær en lokunaraðgerðir gengu vel samkvæmt viðbragðsaðilum. 18. ágúst 2022 10:17 Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í stöðugskýrslu Samhæfingarstöðvar almannavarna sem birt var í gær. Þar segir að áhersla verði áfram lögð á að laga göngu- og neyðarleiðir á svæðinu. Ratljós séu nú komin á alla gönguleið A þar sem mest hættan var á að fólk villtist. Ljósin eru festar við stikur við gönguleiðina og sjást í slæmu skyggni en lýsa ekki upp gönguleiðina sjálfa. Fram kemur í skýrslunni að enn sé þörf á að ferðafólk hafi með sér eigin ljós að kvöld- og næturlagi. Enn þurfi þá að laga rúman kílómetra af leiðinni til viðbótar til að öll leiðin sé rudd fyrir viðbragðsaðila og göngufólk. Fram kemur að frá 3. ágúst til 17. ágúst hafi þurft að leita að 15 á svæðinu og flytja hafi þurft 93 vegna meiðsla. Ökklameiðsl hafi þar verið algengust. Örmögnun og ofkæling sé sömuleiðis tíð. Á sama tímabili hafi þá 390 björgunarsveitarmenn úr 31 björgunarsveit staðið vakt á svæðinu. Brunavarnir Suðurnesja merki þá töluverða aukningu á útköllum vegna sjúkraflutninga eftir að gos hófst og útköllin vari þá alla jafnan lengur en áður, eða um fjórar til fimm klukkustundir. Fyrir Grindavíkursvæðið sé aukningin úr 10 upp í 17 prósent af heildarútköllum í sjúkraflutningum á svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Slökkvilið Grindavík Tengdar fréttir Flaug dróna eins nálægt og hægt er að komast gosinu Breski drónaljósmyndarinn Louis Houiller, náði nokkuð mögnuðu myndskeiði af eldgosinu í Meradölum á dögunum. 18. ágúst 2022 23:21 Gossvæðið opið í dag Opið verður fyrir ferðamenn að ganga í átt að eldgosinu í Meradölum í dag. Gossvæðinu var lokað í gær en lokunaraðgerðir gengu vel samkvæmt viðbragðsaðilum. 18. ágúst 2022 10:17 Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Flaug dróna eins nálægt og hægt er að komast gosinu Breski drónaljósmyndarinn Louis Houiller, náði nokkuð mögnuðu myndskeiði af eldgosinu í Meradölum á dögunum. 18. ágúst 2022 23:21
Gossvæðið opið í dag Opið verður fyrir ferðamenn að ganga í átt að eldgosinu í Meradölum í dag. Gossvæðinu var lokað í gær en lokunaraðgerðir gengu vel samkvæmt viðbragðsaðilum. 18. ágúst 2022 10:17
Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32