Innlent

Flaug dróna eins nálægt og hægt er að komast gosinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eldgosið mallar áfram.
Eldgosið mallar áfram. Vísir/Vilhelm

Breski drónaljósmyndarinn Louis Houiller, náði nokkuð mögnuðu myndskeiði af eldgosinu í Meradölum á dögunum.

Houiller deildi myndbandinu af eldgosinu á Instagram í kvöld. Ljóst er að hann flaug drónanum nánast eins nálægt eldgosinu sjálfu og hægt er að komast, án þess að glata drónanum í það minnsta.

Til að ná myndbandinu flaug hann drónanum yfir hraunánna sem flæðir frá gígnum alveg að gígnum sjálfum. Þar flaug hann yfir glóandi hrauntungurnar, hálfhring í kringum gíginn og aftur til baka.

Eins og sjá má vefmyndavél Vísis heldur eldgosið áfram að malla, þó að nokkuð hafi dregið úr krafti þess frá því að það hófst fyrir um tveimur vikum síðan.


Tengdar fréttir

Gæti liðið að goslokum á næstu dögum

Dregið gæti að goslokum á næstu dögum að mati eldfjallafræðings þar sem hraunflæðið nálgast lágmarksþröskuld. Lokað er inn á svæðið í dag vegna veðursAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.