Erlent

Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö

Samúel Karl Ólason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/Johan Nilsson

Lögreglan í Malmö var með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar síðdegis. 

Tveir særðust í skotárásinni og hafa þeir verið fluttir á sjúkrahús. Lögreglan segir árásina yfirstaðna og segja fjölmiðlar ytra að maður hafi verið handtekinn vegna árásarinnar. Sá er sagður undir lögaldri.

TV4 Nyheterna segir vitni lýsa því að hafa heyrt um tuttugu skot. Árásarmaður er sagður hafa skotið á fólk af handahófi og segir miðillinn einnig að þeir sem hafi verið fluttir á sjúkrahús séu alvarlega særðir.

Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig í krókum og kimum verslunarmiðstöðvarinnar á meðan ástandið átti sér stað. Vísir ræddi við Rakel Júlíu Jónsdóttur, einn Íslendinganna í hópnum.

Aðeins eru sjö vikur síðan þrír voru skotnir til bana í skotárás í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn.

Fylgst var með framvindu mála í vaktinni að neðan.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.