Fótbolti

Breiðablik úr leik eftir tap gegn Rosenborg

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Natasha Anasiskoraði fyrra mark Blika í dag.
Natasha Anasiskoraði fyrra mark Blika í dag. Vísir/Diego

Breiðablik er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna eftir 4-2 tap gegn norska liðinu Rosenborg í dag.

Þær norsku byrjuðu af miklum krafti og Emilie Nautnes kom liðinu yfir strax á fjórðu mínútu leiksins áður en Cesilie Andreassen bætti öðru marki liðsins við sjö mínútum síðar.

Nautnes var svo aftur á ferðinni á 18. mínútu þegar hún kom Rosenborg í 3-0 og þannig var staðan í hálfleik. Hún var þó ekki hætt því hún skoraði fjórða mark liðsins snemma í síðari hálfleik og fullkomnaði þar með þrennu sína.

Þrátt fyrir erfiða stöðu gáfust Blikar ekki upp og Natasha Anasi minnkaði muninn fyrir liðið á 67. mínútu áður en Helena Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ir klóraði enn frekar í bakkann þremur mínútum síðar.

Nær komust Blikastúlkur þó ekki og niðurstaðan því 4-2 sigur Rosenborg. Breiðablik fer því ekki lengra í Meistaradeildinni þetta árið eftir að hafa komist í riðlakeppnina á seinasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×