Reiknar með áherslu á Ævintýraborgirnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 11:58 Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir er bjartsýn á breytingar. Vísir/Vilhelm Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. Ráðgert er að fundi borgarráðs ljúki klukkan hálf eitt og fulltrúar meirihlutans kynni þá fréttamönnum og foreldrum tillögurnar. Slétt vika er nú síðan foreldrar mótmæltu fyrst með börn sín í ráðhúsinu. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði brá sér út af fundinum sem hófst á tíunda tímanum í morgun - og segir að tillögur meirihlutans, sem ekki hafa verið birtar opinberlega, séu ágætar - en gera megi meira. „Ég hugsa að þetta sé svolítið á þeim línum sem hefur verið rætt áður, að bregðast við því sem má bregðast við, að það lúti helst að þessum ævintýraborgum,“ segir Ragnhildur Alda. Þannig má leiða að því líkum að meirihlutinn hyggi á undanþágur til að opna Ævintýraborgirnar svokölluðu, nýja leikskóla sem áttu að veita 340 börnum pláss í byrjun árs. Slíka tillögu mátti einnig finna í tillögum sem Sjálfstæðismenn kynntu í gær - en þeir fóru jafnframt fram á það að þær tillögur yrðu einnig teknar fyrir á fundinum í dag. Nokkuð bar á gagnrýni í garð þeirra tillagna Sjálfstæðismanna sem sneru að mönnun í gær; að koma á fót bakvarðarsveit og bjóða starfsfólki frístundaheimila vinnu á leikskólum fyrir hádegi. Vandinn lægi í laununum; þau þurfi einfaldlega að hækka. Ragnhildur Alda segir þann lið ekki umflúinn. „Þetta er eitthvað sem Reykjavíkurborg þarf að skoða, sem er bara hvernig getum við bætt starfsaðstæður. Og það er ekki held ég ein lausn. En launin hafa mikið að segja því fólk þarf að geta unnið þessa vinnu án þess að vera með aukavinnur. Þannig að það er stór næsta spurning. Og held ég verður tekin fyrir í komandi kjarasamningum.“ En hún er í öllu falli bjartsýn á breytingar. „Ég hugsa að núna þá kannski fari fólk að átta sig á því að við getum ekki lofað og lofað og verið með sömu lausnirnar. Það er alltaf sama aðferðarfræðin og sama nálgunin. Það er alltaf bara þessi lausn en ekki þessi lausn.“ Fréttin hefur verið uppfærð en horfa mátti á beina útsendingu frá kynningu á tillögunum í fréttinni. Nánar má lesa um tillögurnar hér að neðan. Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Ráðgert er að fundi borgarráðs ljúki klukkan hálf eitt og fulltrúar meirihlutans kynni þá fréttamönnum og foreldrum tillögurnar. Slétt vika er nú síðan foreldrar mótmæltu fyrst með börn sín í ráðhúsinu. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði brá sér út af fundinum sem hófst á tíunda tímanum í morgun - og segir að tillögur meirihlutans, sem ekki hafa verið birtar opinberlega, séu ágætar - en gera megi meira. „Ég hugsa að þetta sé svolítið á þeim línum sem hefur verið rætt áður, að bregðast við því sem má bregðast við, að það lúti helst að þessum ævintýraborgum,“ segir Ragnhildur Alda. Þannig má leiða að því líkum að meirihlutinn hyggi á undanþágur til að opna Ævintýraborgirnar svokölluðu, nýja leikskóla sem áttu að veita 340 börnum pláss í byrjun árs. Slíka tillögu mátti einnig finna í tillögum sem Sjálfstæðismenn kynntu í gær - en þeir fóru jafnframt fram á það að þær tillögur yrðu einnig teknar fyrir á fundinum í dag. Nokkuð bar á gagnrýni í garð þeirra tillagna Sjálfstæðismanna sem sneru að mönnun í gær; að koma á fót bakvarðarsveit og bjóða starfsfólki frístundaheimila vinnu á leikskólum fyrir hádegi. Vandinn lægi í laununum; þau þurfi einfaldlega að hækka. Ragnhildur Alda segir þann lið ekki umflúinn. „Þetta er eitthvað sem Reykjavíkurborg þarf að skoða, sem er bara hvernig getum við bætt starfsaðstæður. Og það er ekki held ég ein lausn. En launin hafa mikið að segja því fólk þarf að geta unnið þessa vinnu án þess að vera með aukavinnur. Þannig að það er stór næsta spurning. Og held ég verður tekin fyrir í komandi kjarasamningum.“ En hún er í öllu falli bjartsýn á breytingar. „Ég hugsa að núna þá kannski fari fólk að átta sig á því að við getum ekki lofað og lofað og verið með sömu lausnirnar. Það er alltaf sama aðferðarfræðin og sama nálgunin. Það er alltaf bara þessi lausn en ekki þessi lausn.“ Fréttin hefur verið uppfærð en horfa mátti á beina útsendingu frá kynningu á tillögunum í fréttinni. Nánar má lesa um tillögurnar hér að neðan.
Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira