Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 12:30 Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA eru með tvö -til þrefalt hærri mánaðarlaun en talsmenn verkalýðshreyfingarinnar, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi greiða framkvæmdastjóra sínum hæstu mánaðarlaunin af þeim hagsmunasamtökum sem Frjáls verslun ber saman í nýju tekjublaði eða um 3,9 á mánuði. Talsmenn atvinnulífsins með um fjórar milljónir Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru með svipaðar mánaðartekjur eða um 3,8 milljónir króna. Í Tekjublaði Frjálsrar verslunar kemur fram að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir og greiðslur í lífeyrissjóði séu hins vegar ekki inn í þessum tölum Forusta verkalýðsfélaga á lægri launum Sá forystumaður í verkalýðs-eða stéttarfélögum sem kemst næst þessum launum er með ríflega tvöfalt lægri mánaðarlaun en það er formaður félags skipstjórnarmanna sem hefur um 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Formaður VR er einnig með um 1,8 milljón króna á mánuði. Formaður Samiðnar er með svipuð laun. Formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður Sjómannasambandsins eru með um 1,6 milljónir á mánuði. Formaður Eflingar var með tæplega ellefu hundruð þúsund í tekjur á mánuði í fyrra en hún lét að störfum í október það ár. Það eru þessir aðilar sem mætast meðal annars við næstu kjarasamninga nú í haust. Ekki tímabært að tjá sig um svigrúm til launahækkana Í fréttum okkar í gær kom fram hjá Stefáni Ólafssyni sérfræðingi hjá Eflingu að í komandi kjaraviðræðum yrði svigrúm til 13,8 prósenta hækkunar á lægstu launum. Þá benti hann á að verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vildi ekki tjá sig um þessi ummæli þegar fréttastofa bar þau undir hann í morgun. Verkalýðshreyfingin sé ekki komin fram með kröfugerð og því ekki tímabært að tjá sig. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Félagasamtök Tekjur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði. 22. júní 2022 13:07 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi greiða framkvæmdastjóra sínum hæstu mánaðarlaunin af þeim hagsmunasamtökum sem Frjáls verslun ber saman í nýju tekjublaði eða um 3,9 á mánuði. Talsmenn atvinnulífsins með um fjórar milljónir Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru með svipaðar mánaðartekjur eða um 3,8 milljónir króna. Í Tekjublaði Frjálsrar verslunar kemur fram að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir og greiðslur í lífeyrissjóði séu hins vegar ekki inn í þessum tölum Forusta verkalýðsfélaga á lægri launum Sá forystumaður í verkalýðs-eða stéttarfélögum sem kemst næst þessum launum er með ríflega tvöfalt lægri mánaðarlaun en það er formaður félags skipstjórnarmanna sem hefur um 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Formaður VR er einnig með um 1,8 milljón króna á mánuði. Formaður Samiðnar er með svipuð laun. Formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður Sjómannasambandsins eru með um 1,6 milljónir á mánuði. Formaður Eflingar var með tæplega ellefu hundruð þúsund í tekjur á mánuði í fyrra en hún lét að störfum í október það ár. Það eru þessir aðilar sem mætast meðal annars við næstu kjarasamninga nú í haust. Ekki tímabært að tjá sig um svigrúm til launahækkana Í fréttum okkar í gær kom fram hjá Stefáni Ólafssyni sérfræðingi hjá Eflingu að í komandi kjaraviðræðum yrði svigrúm til 13,8 prósenta hækkunar á lægstu launum. Þá benti hann á að verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vildi ekki tjá sig um þessi ummæli þegar fréttastofa bar þau undir hann í morgun. Verkalýðshreyfingin sé ekki komin fram með kröfugerð og því ekki tímabært að tjá sig.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Félagasamtök Tekjur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði. 22. júní 2022 13:07 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00
Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði. 22. júní 2022 13:07