Innlent

Vill að Þjóðverjar byggi höfn í Vík

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Hann vill sleppa því að flytja vikurinn eftir vegakerfi Íslands og skella honum beint um borð í bát.
Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Hann vill sleppa því að flytja vikurinn eftir vegakerfi Íslands og skella honum beint um borð í bát. vísir/egill

Sveitar­stjóri Mýr­dals­hrepps vill ráðast í hafnar­gerð í Vík í Mýr­dal til að koma í veg fyrir um­fangs­mikla vikur­flutninga um Suður­lands­veginn. Höfnin myndi skapa mikil tæki­færi fyrir þorpið, sem er í dag eina hafnar­lausa sjávar­þorp landsins.

Frétta­stofa hefur fjallað tals­vert um fyrir­hugaða þunga­flutninga um Suður­lands­veginn.

Það er þýska fyrir­tækið EP Power Minerals sem stendur að baki á­formunum en fyrir­tækið vill hefja efnis­töku á vikri við Hafurs­ey á Mýr­dals­sandi.

Vikurinn yrði síðan fluttur með vöru­bílum alla leið til Þorlákshafnar - nýr bíll færi af stað á korters­fresti.

„Nú þverar þjóð­vegur 1 enn sem komið er nokkur þétt­býli á leiðinni til Þor­láks­hafnar. Þannig við leggjum það til hjá sveitar­fé­laginu að það verði skoðaður sá mögu­leiki að skipa þessu öllu út héðan frá ströndinni og ráðast í hafnar­gerð,“ segir Einar Freyr Elínar­­son, sveitar­stjóri Mýr­dals­hrepps.

Vík er í dag eina sjávarþorp landsins þar sem ekki má finna neina höfn. Gríðar­lega mikill sandur er nefni­lega á hafs­botni allt í kring um bæinn.

Er alveg raun­hæft að koma hér upp höfn?

„Ég held að mönnum hafi ekki fundist það raun­hæft hingað til. En það hvað er raun­hæft er auð­vitað mjög af­stætt. Menn héldu hér fyrir ekkert svo löngu síðan að það væri ekki raun­hæft að brúa yfir jökuls­á en þar er verið að klára núna glæsi­lega tví­breiða brú. Það er búið að gera höfn í Land­eyja­höfn og ég held að það sé vel hægt að læra af því módeli og betr­um­bæta það. Þannig að já, ég held að þetta sé alveg klár­lega mögu­leiki sem er hægt að skoða,“ segir Einar.

Sveitar­fé­lagið hefur þegar sett sig í sam­band við þýska fyrir­tækið, sem Einar segir að taki ekki endi­lega illa í þessa hug­mynd.

„Því að við sjáum ekki fyrir okkur að þetta yrði fjár­magnað af opin­beru fé. En getur boðið upp á tæki­færi í alls konar at­vinnu­þróun; bara í ferða­mennsku og sjávar­út­vegi líka. Þannig að þetta gæti verið mjög spennandi tæki­færi fyrir okkur,“ segir Einar.

Hann hefur miklar efa­semdir um að hin leiðin - tíðar ferðir vöru­flutninga­bíla sem keyra burt úr sveitar­fé­laginu með vikur til Þorláks­hafnar til að flytja hann til megin­landsins þaðan - myndi skila miklum á­vinningi fyrir íbúa Mýr­dals­hrepps.


Tengdar fréttir

Í­búar á­hyggju­fullir vegna mögu­legrar efnis­töku

Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta.

Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum

Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×