Enginn spenntur fyrir umfangsmiklum vikurflutningum um þjóðveginn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. ágúst 2022 09:58 Hafursey stendur norður af Hjörleifshöfða sem er vinsæll ferðamannastaður á Mýrdalssandi. vísir/egill Þungaflutningar yrðu mun tíðari um Suðurlandsveginn ef áform þýsks fyrirtækis ganga eftir. Vörubíll mun keyra í gegn um helstu bæi svæðisins á kortersfresti. Sveitarfélögum á svæðinu líst ekki á blikuna og setja sig upp á móti flutningunum. Flutningarnir yrðu gríðarlega umfangsmiklir en það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem stendur að baki áformunum. Það eignaðist land á Mýrdalssandi fyrir tveimur árum og vill hefja þar efnistöku á vikri, sem yrði fluttur út til Evrópu og jafnvel Norður-Ameríku til sementsgerðar. Vikurinn vill fyrirtækið flytja frá Mýrdalssandi í vörubílum alla leið til Þorlákshafnar þar sem hann yrði fluttur út frá höfninni. Miðað við þær áætlanir sem eru til um verkefnið, til dæmis umhverfismatsskýrslu sem verkfræðistofan Efla gaf út í byrjun mánaðar, er gert ráð fyrir 107 ferðum vöruflutningabíla frá Hjörleifshöfða á Sólarhring. Þeir fara þá af stað á kortersfresti frá svæðinu og keyra í gegn um sjö sveitarfélög áður en komið er til Þorlákshafnar. Hella er einn bæjanna sem vörubílalestin myndi keyra í gegn um. Hér má sjá leiðina sem vörubílarnir myndu fara um þjóðveg 1.vísir/rúnar „Fyrstu viðbrögð; Þetta virkar nú svoldið bratt. Bæði kannski verkefnið í heild sinni og svo líka þessir innviðir í heild sinni sem að þetta á nú að ganga eftir. Þeir eru alls ekki tilbúnir í þetta eins og þeir eru í dag,” segir Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Ég held að vegakerfið hérna bjóði alls ekki upp á þetta eins og staðan er í dag. Ég vildi að það væri þannig en staðan er ekki þannig.” Fimm sveitarfélaganna fengju þá auðvitað ekkert út úr verkefninu. Aðalstarfsstöðin væri í Mýrdalshreppi og farmurinn losaður í Þorlákshöfn, sem er í sveitarfélaginu Ölfus. Jón Guðmundur er nýtekinn við starfi sveitarstjóra Rangárþings ytra.vísir/egill Hin sveitarfélögin fá aðeins að njóta vörubílanna með tilheyrandi hávaða og truflunum. Jón efast ekki um að þetta myndi hafa mikil áhrif á íbúa Hellu. „Já, klárlega. Eins og þetta er kynnt fyrir fólki núna þá er þetta eins og það sé hérna lest í gangi nánast. Þannig þetta hefur klárlega áhrif á svæðið. Bæði í þessu sveitarfélagi og á öðrum hérna á Suðurlandi,” segir Jón. Miklar áhyggjur af ferðamennsku Mest áhrif hefði verkefnið þó líklega á íbúa Ölfus og Mýrdalshrepps þar sem EP Power Minerals yrði með starfsstöðvar. Efnistakan og flutningsleiðir hennar voru ræddar talsvert fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar í Mýrdalshreppi. Við hittum á sveitarstjórann í gær og fengum hans álit á málinu: „Sveitarfélagið setur sig ekki upp á móti námustarfseminni sem slíkri. En við höfum miklar efasemdir um þessa leið sem er lögð til í þessari umhverfisskýrslu. Ýmsar staðhæfingar þar sem við höldum að séu ekki réttar, til dæmis þegar kemur að mati á umferð og ferðamennsku,” segir Einar Freyr Elínarson. Einar talaði fyrir hugmyndinni um höfn í Vík í Mýrdal fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.vísir/egill Hinn vinsæli ferðamannastaður Hjörleifshöfði er í grennd við vikursvæðið en Einar hefur ekki áhyggjur af honum sem slíkum. Námurnar yrðu staðsettar við Hafursey, sem liggur hinum megin við þjóðveginn, í nokkurri fjarlægð frá honum. Áhyggjurnar sem Einar hefur eru mun víðtækari og snúa að allri ferðaþjónustu á Suðurlandi. „Ég held að þetta geti tvímælalaust haft áhrif á ferðamennsku, bara þessi traffík á þjóðveginum. Við auðvitað þurfum að huga að því hérna að ferðaþjónusta er gulleggið okkar. Og þjóðvegur 1 er lífæð ferðamennskunnar,” segir Einar. Vill ráðast í hafnargerð í Vík Og til aðkoma í veg fyrir öll þessi neikvæðu áhrif vill Einar fara aðra leið. Með henni slyppu íbúar á Suðurlandi og ferðamenn á svæðinu viðþungaumferðina. „Við leggjum það til hjá sveitarfélaginu að það verði skoðaður sá möguleiki að skipa þessu öllu út héðan frá ströndinni og ráðast í hafnargerð,” segir Einar. Hafiði eitthvað rætt við Þjóðverjana um þann möguleika? „Já, við höfum þegar komið þessu á framfæri við þá. Og munum gera það aftur núna í framhaldinu.” Hvernig hafa þeir tekið í það? „Þeir hafa alls ekki útilokað þetta en þetta var komið í farveg, þessi umhverfismatsskýrsla, en nú teljum við bara mikilvægt að þetta verði endurskoðað.” Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Ölfus Rangárþing ytra Rangárþing eystra Flóahreppur Árborg Hveragerði Námuvinnsla Tengdar fréttir Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20 Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Sjá meira
Flutningarnir yrðu gríðarlega umfangsmiklir en það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem stendur að baki áformunum. Það eignaðist land á Mýrdalssandi fyrir tveimur árum og vill hefja þar efnistöku á vikri, sem yrði fluttur út til Evrópu og jafnvel Norður-Ameríku til sementsgerðar. Vikurinn vill fyrirtækið flytja frá Mýrdalssandi í vörubílum alla leið til Þorlákshafnar þar sem hann yrði fluttur út frá höfninni. Miðað við þær áætlanir sem eru til um verkefnið, til dæmis umhverfismatsskýrslu sem verkfræðistofan Efla gaf út í byrjun mánaðar, er gert ráð fyrir 107 ferðum vöruflutningabíla frá Hjörleifshöfða á Sólarhring. Þeir fara þá af stað á kortersfresti frá svæðinu og keyra í gegn um sjö sveitarfélög áður en komið er til Þorlákshafnar. Hella er einn bæjanna sem vörubílalestin myndi keyra í gegn um. Hér má sjá leiðina sem vörubílarnir myndu fara um þjóðveg 1.vísir/rúnar „Fyrstu viðbrögð; Þetta virkar nú svoldið bratt. Bæði kannski verkefnið í heild sinni og svo líka þessir innviðir í heild sinni sem að þetta á nú að ganga eftir. Þeir eru alls ekki tilbúnir í þetta eins og þeir eru í dag,” segir Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Ég held að vegakerfið hérna bjóði alls ekki upp á þetta eins og staðan er í dag. Ég vildi að það væri þannig en staðan er ekki þannig.” Fimm sveitarfélaganna fengju þá auðvitað ekkert út úr verkefninu. Aðalstarfsstöðin væri í Mýrdalshreppi og farmurinn losaður í Þorlákshöfn, sem er í sveitarfélaginu Ölfus. Jón Guðmundur er nýtekinn við starfi sveitarstjóra Rangárþings ytra.vísir/egill Hin sveitarfélögin fá aðeins að njóta vörubílanna með tilheyrandi hávaða og truflunum. Jón efast ekki um að þetta myndi hafa mikil áhrif á íbúa Hellu. „Já, klárlega. Eins og þetta er kynnt fyrir fólki núna þá er þetta eins og það sé hérna lest í gangi nánast. Þannig þetta hefur klárlega áhrif á svæðið. Bæði í þessu sveitarfélagi og á öðrum hérna á Suðurlandi,” segir Jón. Miklar áhyggjur af ferðamennsku Mest áhrif hefði verkefnið þó líklega á íbúa Ölfus og Mýrdalshrepps þar sem EP Power Minerals yrði með starfsstöðvar. Efnistakan og flutningsleiðir hennar voru ræddar talsvert fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar í Mýrdalshreppi. Við hittum á sveitarstjórann í gær og fengum hans álit á málinu: „Sveitarfélagið setur sig ekki upp á móti námustarfseminni sem slíkri. En við höfum miklar efasemdir um þessa leið sem er lögð til í þessari umhverfisskýrslu. Ýmsar staðhæfingar þar sem við höldum að séu ekki réttar, til dæmis þegar kemur að mati á umferð og ferðamennsku,” segir Einar Freyr Elínarson. Einar talaði fyrir hugmyndinni um höfn í Vík í Mýrdal fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.vísir/egill Hinn vinsæli ferðamannastaður Hjörleifshöfði er í grennd við vikursvæðið en Einar hefur ekki áhyggjur af honum sem slíkum. Námurnar yrðu staðsettar við Hafursey, sem liggur hinum megin við þjóðveginn, í nokkurri fjarlægð frá honum. Áhyggjurnar sem Einar hefur eru mun víðtækari og snúa að allri ferðaþjónustu á Suðurlandi. „Ég held að þetta geti tvímælalaust haft áhrif á ferðamennsku, bara þessi traffík á þjóðveginum. Við auðvitað þurfum að huga að því hérna að ferðaþjónusta er gulleggið okkar. Og þjóðvegur 1 er lífæð ferðamennskunnar,” segir Einar. Vill ráðast í hafnargerð í Vík Og til aðkoma í veg fyrir öll þessi neikvæðu áhrif vill Einar fara aðra leið. Með henni slyppu íbúar á Suðurlandi og ferðamenn á svæðinu viðþungaumferðina. „Við leggjum það til hjá sveitarfélaginu að það verði skoðaður sá möguleiki að skipa þessu öllu út héðan frá ströndinni og ráðast í hafnargerð,” segir Einar. Hafiði eitthvað rætt við Þjóðverjana um þann möguleika? „Já, við höfum þegar komið þessu á framfæri við þá. Og munum gera það aftur núna í framhaldinu.” Hvernig hafa þeir tekið í það? „Þeir hafa alls ekki útilokað þetta en þetta var komið í farveg, þessi umhverfismatsskýrsla, en nú teljum við bara mikilvægt að þetta verði endurskoðað.”
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Ölfus Rangárþing ytra Rangárþing eystra Flóahreppur Árborg Hveragerði Námuvinnsla Tengdar fréttir Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20 Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Sjá meira
Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20
Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31