Lífið

Afhjúpaði nafn dótturinnar á afmælisdaginn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kristjana var gestur í Einkalífinu fyrr á árinu.
Kristjana var gestur í Einkalífinu fyrr á árinu. Einkalífið

Fjölmiðlakonan Kristjana Arnarsdóttir tilkynnti á Instagram í gær að dóttir hennar og golfarans Haralds Franklin Magnús hefur fengið nafn.

Kristjana fagnaði afmæli sínu í gær og nýtti tækifærið til að segja frá nafnavalinu. Dóttirin heitir Rósa Björk. Stúlkan kom í heiminn 30. júní og er fyrsta barn parsins. 

Meðganga Kristjönu var ekki auðveld og opnaði hún sig um það í viðtali í Einkalífinu hér á Vísi síðasta vetur. Þar ræddi hún meðal annars um sambandið. 

„Við eigum eðlilega mjög vel saman enda höfum við bæði gríðarlegan áhuga á íþróttum. Það er mikill kostur fyrir pör að geta verið með sameiginleg áhugamál. Sem þýðir að ég hef áhuga á því sem hann gerir og hann hefur áhuga á því sem ég geri.“ 

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Skrautleg meðganga

Kristjana Arnarsdóttir er ein vinsælasta sjónvarpskona landsins. Hún starfar sem íþróttafréttakona og spyrill í Gettu betur. Kristjana er gestur vikunnar í Einkalífinu en viðtalið var tekið 4. febrúar, rétt eftir Evrópumótið í handbolta.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.