Kristjana deildi gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram.
„Auðveldasta já-ið,“ skrifaði Kristjana undir fallega mynd af nýtrúlofaða parinu við Reykjavíkurtjörn.
Það eru sannarlega gleðilegir tímar hjá parinu. Þau tilkynntu um áramótin að þau ættu von á sínu fyrsta barni og er Kristjana nú gengin þrjátíu vikur.