Lífið

Kristjana og Haraldur Franklín eignuðust stúlku

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kristjana og Haraldur Franklín eru nýbakaðir foreldrar.
Kristjana og Haraldur Franklín eru nýbakaðir foreldrar. Instagram/Kristjana Arnars

Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir og kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús eignuðust stúlku á fimmtudaginn. Bæði Kristjönu og dótturinni heilsast vel.

„Nýtum nú hvert augnablik í að stara á þetta litla meistaraverk,“ skrifar Kristjana á Instagram-síðu sína.

Í færslu sem Haraldur birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi segir hann þau nýbökuðu foreldrana vera að springa úr hamingju og skemmti sér við að kynnast stelpunni sinni.

„Sjálfur er ég fullur þakklætis og er að springa úr ást á stelpunum mínum. Gríðarlega spennandi tímar fram undan,“ skrifar Haraldur.

Þau senda þúsund þakkir til allra sem hjálpuðu þeim í gegnum meðgönguna og fæðinguna. „Mæðravernd, ljósmæður, sjúkraliðar, Landsspítalinn; Þið eruð snillingar.“

Þetta er fyrsta barn Kristjönu og Haraldar en þau trúlofuðu sig í apríl á þessu ári.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.