Slagsmál brutust út eftir að úrslitin voru tilkynnt Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 10:56 Margir gestir athafnarinnar voru ekki sáttir með úrslitin. AP/Sayyid Abdul Azim Slagsmál brutust út meðal diplómata og annarra starfsmanna keníska ríkisins eftir að tilkynnt var um úrslit forsetakosninganna þar í landi í gær. Fjórir meðlimir kjörnefndarinnar una ekki úrslitunum. Í gær var tilkynnt að William Ruto, varaforseti Kenía, hafi sigrað forsetakosningarnar þar í landi. Ruto hlaut 50,4 prósent atkvæða en mikil óánægja hefur verið með kosningarnar, þar á meðal hjá andstæðingi Ruto og kjörnefnd kosninganna. Raila Odinga, mótframbjóðandi Ruto, hafði sakað Ruto um kosningasvindl nokkrum dögum fyrir kosningarnar. Þá hafa fjórir af sjö meðlimum kjörnefndarinnar ekki staðfest úrslit kosninganna þar sem þeir töldu þær ekki vera nægilega gagnsæjar. Er úrslitin voru tilkynnt í gær brutust út slagsmál milli fjölda ráðamanna, diplómata og annarra opinberra starfsmanna keníska ríkisins. Herinn þurfti að skarast í leikinn og fylgja fólki úr húsi. Í borgum landsins hafa fjölmargir mótmælt úrslitum kosninganna og hefur lögreglan ítrekað notast við táragas til þess að stöðva þau. Það eru þó ekki einungis mótmælendur sem eru á götum úti en stuðningsmenn Ruto hafa einnig safnast saman til að fagna sigri síns manns. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ókyrrð verður í Kenía eftir kosningar en það gerðist einnig árið 2007 og 2017. Odinga setti sjálfan sig sem forseta árið 2017 eftir að hafa tapað gegn sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í kosningunum það ár. Athöfnin var þó einungis metin táknræn en Odinga var mikill stjórnarandstæðingur. Kenía Tengdar fréttir Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00 Mikil öryggisgæsla í Naíróbí Forsetinn Uhuru Kenyatta verður settur í embætti í annað sinn í dag. 28. nóvember 2017 08:17 Staðfestir sigur Kenyatta í forsetakosningunum David Maraga, forseti Hæstaréttar í Kenýa, segir að sex dómarar við réttinn hafi verið sammála um að Kenyatta sé réttkjörinn forseti. 20. nóvember 2017 08:45 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Í gær var tilkynnt að William Ruto, varaforseti Kenía, hafi sigrað forsetakosningarnar þar í landi. Ruto hlaut 50,4 prósent atkvæða en mikil óánægja hefur verið með kosningarnar, þar á meðal hjá andstæðingi Ruto og kjörnefnd kosninganna. Raila Odinga, mótframbjóðandi Ruto, hafði sakað Ruto um kosningasvindl nokkrum dögum fyrir kosningarnar. Þá hafa fjórir af sjö meðlimum kjörnefndarinnar ekki staðfest úrslit kosninganna þar sem þeir töldu þær ekki vera nægilega gagnsæjar. Er úrslitin voru tilkynnt í gær brutust út slagsmál milli fjölda ráðamanna, diplómata og annarra opinberra starfsmanna keníska ríkisins. Herinn þurfti að skarast í leikinn og fylgja fólki úr húsi. Í borgum landsins hafa fjölmargir mótmælt úrslitum kosninganna og hefur lögreglan ítrekað notast við táragas til þess að stöðva þau. Það eru þó ekki einungis mótmælendur sem eru á götum úti en stuðningsmenn Ruto hafa einnig safnast saman til að fagna sigri síns manns. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ókyrrð verður í Kenía eftir kosningar en það gerðist einnig árið 2007 og 2017. Odinga setti sjálfan sig sem forseta árið 2017 eftir að hafa tapað gegn sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í kosningunum það ár. Athöfnin var þó einungis metin táknræn en Odinga var mikill stjórnarandstæðingur.
Kenía Tengdar fréttir Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00 Mikil öryggisgæsla í Naíróbí Forsetinn Uhuru Kenyatta verður settur í embætti í annað sinn í dag. 28. nóvember 2017 08:17 Staðfestir sigur Kenyatta í forsetakosningunum David Maraga, forseti Hæstaréttar í Kenýa, segir að sex dómarar við réttinn hafi verið sammála um að Kenyatta sé réttkjörinn forseti. 20. nóvember 2017 08:45 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00
Mikil öryggisgæsla í Naíróbí Forsetinn Uhuru Kenyatta verður settur í embætti í annað sinn í dag. 28. nóvember 2017 08:17
Staðfestir sigur Kenyatta í forsetakosningunum David Maraga, forseti Hæstaréttar í Kenýa, segir að sex dómarar við réttinn hafi verið sammála um að Kenyatta sé réttkjörinn forseti. 20. nóvember 2017 08:45