Guggan komin heim en er ekki lengur gul Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 11:35 Guðbjörgin gamla, nú Snæfell, við festar á Akureyri. Aflafréttir/Gísli Reynisson Hið landsfræga skip Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, er komin aftur heim til Íslands eftir rúmlega tveggja áratuga útgerð erlendis. Guggan hefur hins vegar bæði fengið nýtt nafn, Snæfell EA, og tapað sínum einkennislit og er nú blá. Snæfell EA, áður þekkt sem Guggan, kom til hafnar á Akureyri á laugardag eftir siglingu frá Danmörku. Samherji ehf. keypti skipið af Framherja í Færeyjum samkvæmt frétt mbl.is en þar hét skipið Akraberg FO. Nefna ber að Samherji á þriðjungshlut í Framherja. Skipið var lengt um átján metra í Þýskalandi.Aflafréttir/Gísli Reynisson Fram kemur í frétt Aflafrétta að ráðgert sé að skipið fari fljótlega á veiðar og muni þá vera notað til grálúðuveiða. Þá eigi skipsnafnið Snæfell EA sér langa sögu í Eyjafirði en bátar með því nafni hafi verið gerðir út frá fyrri hluta fimmta áratugar síðustu aldar. Eyjafjörðinn hafi hins vegar skort skip með nafinu Snæfell EA frá árinu 2019 en úr því hefur nú verið bætt. Skipið, sem nú ber þetta nafn og áður nafnið Guðbjörgin ÍS, er eins og áður segir sögufrægt skip og hefur áður verið í eigu Samherja. Vísir fjallaði ítarlega um sögu Guggunnar fyrr á árinu: Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, var í eigu Hrannar hf. á Ísafirði en skip með því nafni höfðu lengi verið gerð út frá Ísafirði og nokkrar Guggur komið þar við sögu. Guðbjörgin, sem nú heitir Snæfell, var smíðuð fyrir Hrönn árið 1994 en árið 1997 sameinaðist Hrönn Samherja á Akureyri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lét við það tilefni þessi frægu orð falla: „Guggan verður áfram gul og verður gerð út frá Ísafirði.“ Það loforð hélt, eins og frægt er, ekki lengi. Guðbjörgin var árið 1999 seld til Þýskalands en hafði þá ekki landað í heilt ár á Ísafirði. Í Þýskalandi var skipið lengt og er því í dag 86 metrar á lengd. Akureyri Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Snæfell EA, áður þekkt sem Guggan, kom til hafnar á Akureyri á laugardag eftir siglingu frá Danmörku. Samherji ehf. keypti skipið af Framherja í Færeyjum samkvæmt frétt mbl.is en þar hét skipið Akraberg FO. Nefna ber að Samherji á þriðjungshlut í Framherja. Skipið var lengt um átján metra í Þýskalandi.Aflafréttir/Gísli Reynisson Fram kemur í frétt Aflafrétta að ráðgert sé að skipið fari fljótlega á veiðar og muni þá vera notað til grálúðuveiða. Þá eigi skipsnafnið Snæfell EA sér langa sögu í Eyjafirði en bátar með því nafni hafi verið gerðir út frá fyrri hluta fimmta áratugar síðustu aldar. Eyjafjörðinn hafi hins vegar skort skip með nafinu Snæfell EA frá árinu 2019 en úr því hefur nú verið bætt. Skipið, sem nú ber þetta nafn og áður nafnið Guðbjörgin ÍS, er eins og áður segir sögufrægt skip og hefur áður verið í eigu Samherja. Vísir fjallaði ítarlega um sögu Guggunnar fyrr á árinu: Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, var í eigu Hrannar hf. á Ísafirði en skip með því nafni höfðu lengi verið gerð út frá Ísafirði og nokkrar Guggur komið þar við sögu. Guðbjörgin, sem nú heitir Snæfell, var smíðuð fyrir Hrönn árið 1994 en árið 1997 sameinaðist Hrönn Samherja á Akureyri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lét við það tilefni þessi frægu orð falla: „Guggan verður áfram gul og verður gerð út frá Ísafirði.“ Það loforð hélt, eins og frægt er, ekki lengi. Guðbjörgin var árið 1999 seld til Þýskalands en hafði þá ekki landað í heilt ár á Ísafirði. Í Þýskalandi var skipið lengt og er því í dag 86 metrar á lengd.
Akureyri Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira