Myndbandadómararnir verða á sínum stað á heimsmeistaramótinu í Katar í nóvember og desember en auk þess verður tekið í notkun nýtt rangstöðukerfi sem hjálpar dómurum, líkt og marklínutæknin, að útskurða um rangstöðu á augabragði.
| Italian Pierluigi Collina, chairman of the FIFA Referees Committee, explained that the mission of preparing referees for the #Qatar2022 World Cup is to avoid the use of technology, but it is an endorsement to prevent human error. a game. pic.twitter.com/kDCpsQrNjd
— Alkass Digital (@alkass_digital) August 15, 2022
„Okkar markmið er að undirbúa dómarana eins vel og þannig að þeir þurfi ekki að nota tæknina. Tæknin er vissulega til staðar til að leiðrétta mannleg mistök sem geta haft áhrif á úrslit leikja,“ sagði Pierluigi Collina.
Collina varar HM-dómarana við því að nota tæknina til að dæma leikina. Yfirmaður dómaramála vill að tæknin notist aðeins í neyð.
„Meira segja besti dómarinn getur gert mistök. Þeir eru mannlegir líka og við vitum það,“ sagði Collina.
Pierluigi Collina var kosinn besti dómari heims af FIFA sex ár í röð frá 1998 til 2003 og var tekinn inn í Heiðurshöll ítalska fótboltans árið 2011.
Hann dæmdi í Seríu A frá 1991 til 2005 og var FIFA-dómarinn frá 1995 til 2005. Hann dæmi úrslitaleik HM 2002 milli Brasilíu og Þýskalands.
"We decided to develop new technology to try to limit the time needed and to be more accurate"
— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 1, 2022
FIFA Referees Committee chairman Pierluigi Collina explains why they decided to bring in new technology for the World Cup pic.twitter.com/QO2Y6F6ZXq