Innlent

Hraunið þekur rúman ferkílómetra í Meradölum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hraunið þekur rúman ferkílómetra í Meradölum. 
Hraunið þekur rúman ferkílómetra í Meradölum.  Vísir/Vilhelm

Niðurstöður mælinga úr Pleiades gervitunglingu frá því í gær sýna að hraunið úr eldgosinu þekur 1,25 ferkílómetra í Meradölum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. 

Þá sýni mælingar að hraunflæði síðustu tíu daga hafi að meðaltali verið 10,4 rúmmetrar á sekúndu. Þetta sé svipað frá því sem var að meðaltali í eldgosinu í fyrra. 

Mælingar sýni jafnframt að hraunflæði yfir tímabilið sé nú um það bil þriðjungur af því sem var fyrstu klukkutímana. Úrvinnsla á loftmyndatökum frá helginni sé í gangi en þær geti gefið gleggri mynd af stöðunni nú. Niðurstöðurnar sem nú eru birtar eru meðaltal fyrir tíu daga.


Tengdar fréttir

Tæp­lega sjö þúsund manns sáu gosið í gær

Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 

Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum

6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.