Bryan Cristante tryggði lærisveinum José Mourinho stigin þrjú með marki sínu eftir rúmlega hálftíma leik.
Fiorentina lagði Cremonese að velli með þremur mörkum gegn einu fyrr í dag. Lazio bar svo sigurorð af Bologna með tveimur mörkum gegn einu.
Marko Arnautovic, skotmark Manchester United, skoraði mark Bologna í þeim leik en sjálfsmark og mark Ciro Immobile tryggðu Rómarliðinu sigurinn.
M'Bala Nzola skoraði sigurmark Spezia sem vann Empoli. Mikael Egill Ellertsson kom inná fyrir Spezia í uppbótartíma leiksins.