Fótbolti

Þrjú íslensk mörk fyrir Sogndal

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jónatan Ingi Jónsson dró fram skotskóna í leiknum í dag. 
Jónatan Ingi Jónsson dró fram skotskóna í leiknum í dag.  Mynd/Sogndal

Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö marka Sogndal í 4-0 sigri liðsins gegn Mjøndalen. Valdimar Þór Ingimundarson var einnig á meðal markaskorara hjá Sogndal. 

Jónatan Ingi hefur nú skorað 10 deildarmörk fyrir Sogndal á yfirstandandi leiktíð og Valdimar Þór fjögur. Hörður Ingi Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Sogndal sem situr í sjötta sæti deildarinnar og er í harðri baráttu um að komast í umspil um laust sæti í efstu deild.

Lilleström missti af þremur stigum í toppbaráttu norsku efstu deildarinnar þegar liðið laut afar óvænt í lægra haldi fyrir Jerv með einu marki gegn engu. Jerv er í næstneðsta sæti deildarinnar með 14 stig eftir þennan sigur. 

Hólmbert Aron Friðjónsson lék allan leikinn í framlínu Lilleström sem hefur 37 stig eftir 18 leiki líkt og Bodø/Glimt í öðru til þriðja sæti deildarinnar. Molde trónir hins vegar á toppnum með 42 stig. 

Brynjólfur Andersen Willumsson lék fyrstu 81 mínúturnar fyrir Kristiansund í 2-1 tapi gegn Tromsø. Kristiansund situr límt við botn deildarinnar með sex stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×