FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2022 10:41 Alec Baldwin við tökur kvikmyndarinnar Rust. Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. Þetta kemur fram í skýrslu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) þar sem einnig segir að dauði Hutchins sé slys. Ákvörðunin um hvort einhver verði ákærður í málinu er þó á höndum saksóknara í Nýju Mexíkó. Samkvæmt frétt Sky News komust rannsakendur FBI að þeirri niðurstöðu að ekki væri mögulegt að skot hefði hlaupið úr byssunni, án þess að tekið væri í gikk hennar. Aðrir höfðu áður komist að sömu niðurstöðu en Baldwin segist ekki hafa tekið í gikkinn. Hann segist hafa verið að æfa sig í því að draga byssuna úr hulstrinu og Hutchins hafi verið á bakvið myndavélina og sagt honum að draga hamarinn á byssunni aftur þegar hann dró byssuna úr hulstrinu og beina henni að myndavélinni. Við það hljóp skotið úr byssunni. Enn liggur ekki fyrir hvernig raunverulegt byssuskot rataði í byssuna á tökustað. FBI segir þó að engar vísbendingar hafi fundist um að einhver hafi viljandi sett raunverulegt skot í byssuna. Bæði vopnavörður kvikmyndarinnar og aðstoðarleikstjóri áttu að hafa skoðað byssuna áður en hún endaði í höndum Baldwins og þegar Dave Halls, aðstoðarleikstjórinn rétti leikaranum vopnið sagði hann „köld byssa“ sem þýðir að hún átti að vera tóm. Lögreglan hefur sagt að öryggisráðstöfunum vegna skotvopna hafi ekki verið framfylgt fyllilega á tökustaðnum og var hald lagt á um fimm hundruð skot. Þar á meðal púðurskot, tóm skothylki og hefðbundin skot, sem eiga ekki að finnast á tökustað. Starfsmenn höfðu einnig kvartað undan öryggisráðstöfunum og sparnaði og nokkrum klukkustundum fyrir banaskotið lögðu nokkrir þeirra niður störf. Baldwin, sem var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, hefur sagt að hann hafi aldrei heyrt af slíkum kvörtunum. Hann sagðist einnig ekki telja að sparnaður við framleiðslu kvikmyndarinnar hefði dregið úr öryggi á tökustað. Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) þar sem einnig segir að dauði Hutchins sé slys. Ákvörðunin um hvort einhver verði ákærður í málinu er þó á höndum saksóknara í Nýju Mexíkó. Samkvæmt frétt Sky News komust rannsakendur FBI að þeirri niðurstöðu að ekki væri mögulegt að skot hefði hlaupið úr byssunni, án þess að tekið væri í gikk hennar. Aðrir höfðu áður komist að sömu niðurstöðu en Baldwin segist ekki hafa tekið í gikkinn. Hann segist hafa verið að æfa sig í því að draga byssuna úr hulstrinu og Hutchins hafi verið á bakvið myndavélina og sagt honum að draga hamarinn á byssunni aftur þegar hann dró byssuna úr hulstrinu og beina henni að myndavélinni. Við það hljóp skotið úr byssunni. Enn liggur ekki fyrir hvernig raunverulegt byssuskot rataði í byssuna á tökustað. FBI segir þó að engar vísbendingar hafi fundist um að einhver hafi viljandi sett raunverulegt skot í byssuna. Bæði vopnavörður kvikmyndarinnar og aðstoðarleikstjóri áttu að hafa skoðað byssuna áður en hún endaði í höndum Baldwins og þegar Dave Halls, aðstoðarleikstjórinn rétti leikaranum vopnið sagði hann „köld byssa“ sem þýðir að hún átti að vera tóm. Lögreglan hefur sagt að öryggisráðstöfunum vegna skotvopna hafi ekki verið framfylgt fyllilega á tökustaðnum og var hald lagt á um fimm hundruð skot. Þar á meðal púðurskot, tóm skothylki og hefðbundin skot, sem eiga ekki að finnast á tökustað. Starfsmenn höfðu einnig kvartað undan öryggisráðstöfunum og sparnaði og nokkrum klukkustundum fyrir banaskotið lögðu nokkrir þeirra niður störf. Baldwin, sem var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, hefur sagt að hann hafi aldrei heyrt af slíkum kvörtunum. Hann sagðist einnig ekki telja að sparnaður við framleiðslu kvikmyndarinnar hefði dregið úr öryggi á tökustað.
Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira