Fótbolti

Birkir Bjarnason á toppnum í Tyrklandi

Hjörvar Ólafsson skrifar
Birkir Bjarnason og samherjar hans fara vel af stað. 
Birkir Bjarnason og samherjar hans fara vel af stað.  Vísir/Getty

Adana Demirspor bar 3-0 úr býtum þegar liðið atti kappi við Sivasspor í annarri umferð tyrknesku efstu deildarinnar í fótbolta karla í dag. 

Birkir Bjarnason hóf leikinn á varamannabekknum hjá Adana Demirspor en kom svo inná sem varamaður þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. 

Birkir spilaði inni á miðjunni og hjálpaði við að sigla sigrinum heim en Adana Demirspor hefur haft betur í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni. 

Þetta voru fyrstu mínutur Birkis á nýhafinni leiktíð en hann var ónotaður varamaður í sigri Adana Demirspor gegn Giresunspor í fyrstu umferð deildarinnar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.