Fótbolti

Alexandra yfirgefur Frankfurt og gæti verið á leið til Ítalíu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir hefur yfirgefið herbúðir Frankfurt.
Alexandra Jóhannsdóttir hefur yfirgefið herbúðir Frankfurt. Emma Simpson - UEFA/UEFA via Getty Images

Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir hefur yfirgefið herbúðir þýska félagsins Eintracht Frankfurt.

Félagið greinir sjálft frá tíðindunum á heimasíðu sinni í dag. Alexandra var hjá Frankfurt í um eitt og hálft ár, en náði ekki að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.

Í tilkynningu félagsins kemur fram að Alexandra sé að ganga í raðir félags utan Þýskalands og hefur hún verið orðuð við félög á Ítalíu.

Alexandra lék fyrri hluta tímabils með Breiðablik í Bestu-deild kvenna þar sem hún var á láni frá Frankfurt til að halda sér í formi fyrir EM. Hún kom svo við sögu í tveimur leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.