Martröð Erik ten Hag heldur áfram

Hjörvar Ólafsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Harry Maguire svekktir með gang mála í leiknum í dag. 
Cristiano Ronaldo og Harry Maguire svekktir með gang mála í leiknum í dag.  Vísir/Getty

Lokatölur í leiknum urðu 4-0 Brentford í vil en það voru Josh Dasilva, Mathias Jensen, Ben Mee og Bryan Mbeumo sem skoruðu mörk heimamanan í leiknum. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 

Afleit byrjun Erik ten Hag í stjórtatíð sinni hjá Manchester United í deildinni heldur því áfram en liðið tapaði fyrir Brighton á heimavelli í fyrstu umferðinni. 

Þá hefur leikmaður Manchester United ekki enn komist á blað í þessum tveimur leikjum en mark liðsins í ósigrinum gegn Brighton var sjálfsmark. 

Manchester United var nálægt því að jafna stærsta tap sitt í sögu deildarinnar en það eru fimm marka töp gegn Newcastle United árið 1996, Chelsea árið 1999, Manchester City 2011, Tottenham Hotspur árið 2020 og svo Liverpool árið 2021.  

Þetta er í fyrsta skipti síðan 1992 sem Manchester United situr á botninum eftir tvær umfeðrir en þá var Sir Alex Ferguson við stjórnvölin hjá Rauðu Djöflunum. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira