Innlent

Blaða­mennirnir boðaðir í yfir­heyrslu á ný

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Páley Borgþórsdóttir, og blaðamennirnir fjórir.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Páley Borgþórsdóttir, og blaðamennirnir fjórir. Vísir

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku.

RÚV greinir frá þessu en þar kemur fram að búið sé að taka aðra skýrslu af tveimur þeirra. Blaðamennirnir fjórir eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni og fyrrum meðlimur Kveiks, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans.

Í febrúar á þessu ári var greint frá því að blaðamennirnir fjórir hefðu verið boðaðir í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar sinnar. Í umfjöllun RÚV og Kjarnans um skæruliðadeild Samherja var meðal annars notast við gögn sem komu úr síma skipstjórans Páls Steingrímssonar en síma hans var stolið á meðan hann lá inni á sjúkrahúsi.

Rannsókn löreglunnar miðast af því að kynferðislegt efni af Páli hafi verið í símanum og blaðamennirnir því grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. Blaðamennirnir komu þó ekki nálægt símaþjófnaðinum en sá sem stal honum hefur nú þegar verið yfirheyrður af lögreglu.

Nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um að blaðamennirnir hefðu stöðu sakbornings í málinu var yfirheyrslum þeirra frestað eftir að Aðalsteinn lagði fram kæru um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. Máli Aðalsteins var vísað frá í Hæstarétti í mars.


Tengdar fréttir

Blaða­menn segja greinar­gerðina ein­kennast af dylgjum og get­gátum

Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis.

Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×