Krakkar ósáttir með bann á gosstöðvum: „Mér finnst það ekki í lagi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 22:01 Krakkar segja bann lögreglustjórans á Suðurnesjum við að börn yngri en 12 ára gangi að eldgosinu í Meradölum ósanngjarnt. Vísir Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum um ákvörðun hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. Börn segja ósanngjarnt að sumir megi ekki skoða gosið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum boðaði fyrr í vikunni bann við því að börn undir 12 ára gengju upp að eldgosinu. Gagnrýnisraddir hafa víða heyrst og nú í dag óskaði umboðsmaður Alþingis eftir skýringum á þessari ákvörðun lögreglustjórans. Ósk umboðsmanns er þrískipt; ósk eftir upplýsingum um hvort og hvenær þessi ákvörðun hafi tekið gildi og hvort gildistíminn sé takmarkaður; að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli ákvörðunin er reist og hvað hafi orðið til að miðað væri við 12 ára aldur; og síðast hvort og með hvaða hætti ákvörðunin hafi verið kynnt almenningi. En hvað finnst þeim sem bannið hefur áhrif á? Finnst þér að allir krakkar ættu að fá að fara upp að eldgosinu? „Nei ekki algjörlega,“ segir hinn átta ára gamli Pétur en sagði þó að það væri ekki gaman að krökkum væri bannað að fara. Arnaldur Kári, sem er 11 ára, er ósammála Pétri. „Mér finnst það allt í lagi á meðan það er enn verið að rannsaka gosið,“ segir Arnaldur. Hann segist hafa farið að skoða eldgosið í fyrra, sem hafi verið mjög flott. Hann langi að skoða gosið í Meradölum en er þó hikandi. „Já og nei, af því kannski getur það verið smá hættulegt.“ Bríet og Hrafntinna Kristín, sem eru níu ára gamlar, segjast vilja sjá eldgosið „geðveikt mikið.“ Þær fóru báðar að skoða síðasta eldgos, sem þeim fannst mjög gaman. Hrafntinna setti þann skilmála við foreldra sína að hún fengi sælgæti ef hún gengi að eldgosinu í Geldingadölum, sem hún og fékk. Um barnabannið við gosstöðvarnar hafa þær þetta að segja: „Þau geta kannski sett hlið eða eitthvað, sem má ekki fara nálægt. Ég veit það ekki.“ Hin átta ára gamla Hera Rut hefur ekki séð eldgosið en segist langa svolítið að fara. Hvað finnst þér um bannið? „Ekki gaman,“ segir Hera og bætir við að henni finnist að allir krakkar eigi að fá að skoða gosið. Ásdís, sem er ellefu ára, hefur ekki farið að eldgosinu í Meradölum en fékk þó að fara í fyrra. Hana langar að skoða eldgosið en hefur ekki náð aldri, samkvæmt ákvörðun lögreglunnar. „Mér finnst það leiðinlegt en ég veit það ekki alveg,“ segir Ásdís. Hinn tólf ára gamli Sæmundur er alls ekki sáttur. „Mér finnst það bara ekki í lagi,“ segir hann. Finnst þér að allir krakkar eigi að fá að skoða eldgosið? „Já, allir eiga að fá rétt á að skoða eldgosið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57 Tímaspursmál hvenær hraun rennur suður úr Meradölum Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið. 11. ágúst 2022 11:40 Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum boðaði fyrr í vikunni bann við því að börn undir 12 ára gengju upp að eldgosinu. Gagnrýnisraddir hafa víða heyrst og nú í dag óskaði umboðsmaður Alþingis eftir skýringum á þessari ákvörðun lögreglustjórans. Ósk umboðsmanns er þrískipt; ósk eftir upplýsingum um hvort og hvenær þessi ákvörðun hafi tekið gildi og hvort gildistíminn sé takmarkaður; að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli ákvörðunin er reist og hvað hafi orðið til að miðað væri við 12 ára aldur; og síðast hvort og með hvaða hætti ákvörðunin hafi verið kynnt almenningi. En hvað finnst þeim sem bannið hefur áhrif á? Finnst þér að allir krakkar ættu að fá að fara upp að eldgosinu? „Nei ekki algjörlega,“ segir hinn átta ára gamli Pétur en sagði þó að það væri ekki gaman að krökkum væri bannað að fara. Arnaldur Kári, sem er 11 ára, er ósammála Pétri. „Mér finnst það allt í lagi á meðan það er enn verið að rannsaka gosið,“ segir Arnaldur. Hann segist hafa farið að skoða eldgosið í fyrra, sem hafi verið mjög flott. Hann langi að skoða gosið í Meradölum en er þó hikandi. „Já og nei, af því kannski getur það verið smá hættulegt.“ Bríet og Hrafntinna Kristín, sem eru níu ára gamlar, segjast vilja sjá eldgosið „geðveikt mikið.“ Þær fóru báðar að skoða síðasta eldgos, sem þeim fannst mjög gaman. Hrafntinna setti þann skilmála við foreldra sína að hún fengi sælgæti ef hún gengi að eldgosinu í Geldingadölum, sem hún og fékk. Um barnabannið við gosstöðvarnar hafa þær þetta að segja: „Þau geta kannski sett hlið eða eitthvað, sem má ekki fara nálægt. Ég veit það ekki.“ Hin átta ára gamla Hera Rut hefur ekki séð eldgosið en segist langa svolítið að fara. Hvað finnst þér um bannið? „Ekki gaman,“ segir Hera og bætir við að henni finnist að allir krakkar eigi að fá að skoða gosið. Ásdís, sem er ellefu ára, hefur ekki farið að eldgosinu í Meradölum en fékk þó að fara í fyrra. Hana langar að skoða eldgosið en hefur ekki náð aldri, samkvæmt ákvörðun lögreglunnar. „Mér finnst það leiðinlegt en ég veit það ekki alveg,“ segir Ásdís. Hinn tólf ára gamli Sæmundur er alls ekki sáttur. „Mér finnst það bara ekki í lagi,“ segir hann. Finnst þér að allir krakkar eigi að fá að skoða eldgosið? „Já, allir eiga að fá rétt á að skoða eldgosið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57 Tímaspursmál hvenær hraun rennur suður úr Meradölum Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið. 11. ágúst 2022 11:40 Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57
Tímaspursmál hvenær hraun rennur suður úr Meradölum Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið. 11. ágúst 2022 11:40
Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31