Sífellt fleiri reyna að komast til Kanaríeyja og margir hafa dáið Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2022 10:37 Áhafnir björgunarskipa á Kanaríeyjum hafa staðið í ströngu í sumar. EPA/Adriel Perdomo Minnst 9.589 manns hafa flúið frá ríkjum Afríku til Kanaríeyja á þessu ári. Það er aukning um 27 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Leiðin er þó mjög hættulegt og minnst þúsund hafa dáið við að fara hana, samkvæmt hjálparsamtökum sem starfa á svæðinu. Tugir þúsunda evrópskra ferðamanna sem hafa farið til Kanaríeyja eru að mestu ómeðvitaðir um þjáningu flótta- og farandfólks. Reuters fréttaveitan ræddi við fólk sem hefur flúið til Kanaríeyja. Þeirra á meðal var Mohamed Fane. Hann er 33 ára gamall smiður sem ferðaðist frá Senegal til Kanaríeyja. Eftir hættulega ferð og margra mánaða bið í Dakhla í Marokkó smöluðu smyglarar honum og á rúmlega tuttugu öðrum um borð í lítinn trébát og sendu þau af stað til Kanaríeyja. Báturinn varð þó eldsneytislaus langt frá eyjaklasanum og voru þau á reki í þrjá daga í lekum bát. Einn dó en að endingu var þeim bjargað og þau flutt til Gran Canaria. Annar viðmælandi fréttaveitunnar, sem leiðir stuðningssamtök á Tenerife, segir óðagot ríkja á meginlandi Afríku eftir faraldur kórónuveirunnar og vegna stríðsins í Úkraínu og verðbólgu. Hann óttaðist að mun fleiri muni reyna að komast til Kanaríeyja á næstu misserum. Í fyrra bárust fréttir af umfangsmiklu streymi farand- og flóttafólks til Ceuta, sem er yfirráðasvæði Spánar í Norður-Afríku. Her Spánar var sendur á vettvang til að hefta flæðið og þúsundir voru send aftur til Marokkó. Sjá einnig: Hafa sent þúsundir aftur til Marokkó Ráðamenn á Spáni gerðu svo samkomulag við yfirvöld í Marokkó um að stöðva fólk á leið til Ceuta og síðan þá hafa sífellt fleiri lagt leið sína til Kanaríeyja. Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í vikunni segir að erfit sé að ná utan um fjölda þeirra sem deyja við að reyna að komast til Kanaríeyja og á öðrum sambærilegum leiðum á sjó. Spánn Flóttamenn Kanaríeyjar Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Tugir þúsunda evrópskra ferðamanna sem hafa farið til Kanaríeyja eru að mestu ómeðvitaðir um þjáningu flótta- og farandfólks. Reuters fréttaveitan ræddi við fólk sem hefur flúið til Kanaríeyja. Þeirra á meðal var Mohamed Fane. Hann er 33 ára gamall smiður sem ferðaðist frá Senegal til Kanaríeyja. Eftir hættulega ferð og margra mánaða bið í Dakhla í Marokkó smöluðu smyglarar honum og á rúmlega tuttugu öðrum um borð í lítinn trébát og sendu þau af stað til Kanaríeyja. Báturinn varð þó eldsneytislaus langt frá eyjaklasanum og voru þau á reki í þrjá daga í lekum bát. Einn dó en að endingu var þeim bjargað og þau flutt til Gran Canaria. Annar viðmælandi fréttaveitunnar, sem leiðir stuðningssamtök á Tenerife, segir óðagot ríkja á meginlandi Afríku eftir faraldur kórónuveirunnar og vegna stríðsins í Úkraínu og verðbólgu. Hann óttaðist að mun fleiri muni reyna að komast til Kanaríeyja á næstu misserum. Í fyrra bárust fréttir af umfangsmiklu streymi farand- og flóttafólks til Ceuta, sem er yfirráðasvæði Spánar í Norður-Afríku. Her Spánar var sendur á vettvang til að hefta flæðið og þúsundir voru send aftur til Marokkó. Sjá einnig: Hafa sent þúsundir aftur til Marokkó Ráðamenn á Spáni gerðu svo samkomulag við yfirvöld í Marokkó um að stöðva fólk á leið til Ceuta og síðan þá hafa sífellt fleiri lagt leið sína til Kanaríeyja. Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í vikunni segir að erfit sé að ná utan um fjölda þeirra sem deyja við að reyna að komast til Kanaríeyja og á öðrum sambærilegum leiðum á sjó.
Spánn Flóttamenn Kanaríeyjar Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira