Edda fór yfir fimmtíu ára feril í fréttamennsku Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2022 22:08 Edda kom í Ísland í dag til Sindra Sindrasonar eftir síðasta fréttatímann sinn og fór yfir ferilinn. Vísir/Hulda Margrét Edda Andrésdóttir á fimmtíu ára feril að baki í fjölmiðlum og hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í þrjátíu ár. Í kvöld las hún kvöldfréttir Stöðvar 2 í síðasta sinn og fór yfir feril sinn í Íslandi í dag hjá Sindra Sindrasyni í kjölfarið. Edda hefur komið víða við á löngum ferli, hún hóf störf á Vísi aðeins 19 ára gömul og meðfram blaðamennskunni sá hún um þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp. Þá vann hún sem ritstjóri tímaritsins Húsa og híbýla, hjá Helgarpóstinum og sem frétta- og dagskrárgerðarmaður fyrir Ríkissjónvarpið. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og hefur verið í fjölbreyttum verkefnum þar. Gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldar en fyrst og fremst hefur hún verið á skjáum landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir. Eftir fréttalesturinn í kvöld kom Edda í Ísland í dag til Sindra Sindrasonar og fór yfir sinn fimmtíu ára feril í fréttamennsku, eftirminnilegustu fréttirnar, mistökin og ýmislegt annað. „Ég held að það væri betra ef þú myndir brosa aðeins minna“ Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972 aðeins 19 ára gömul og þremur árum síðar hófst ferill hennar í sjónvarpi. Edda ung að árum á Vísi. „Ég byrjaði 1975 í sjónvarpi. Það var þannig að fréttamenn sjónvarps kölluðu inn til liðs við sig, í kastljós, fjölmiðlafólk af öðrum fréttamiðlum til að koma fram í sjónvarpi,“ segir Edda um upphafið í sjónvarpi þar sem hún tók viðtal við Guðrúnu Erlendsdóttur um alvarlegt mál. „Ég man að fljótlega í upptökunni var hún stöðvuð og einhver kom til mín og hvíslaði mjög elskulega að mér „Ég held að það væri betra ef þú myndir brosa aðeins minna“ og upptakan hófst síðan aftur.“ „Og hér er ég,“ sagði Edda um upphafið að sjónvarpsferlinum. Hins vegar má segja að Edda hafi fyrst slegið rækilega í gegn þegar hún tók við stjórn tónlistarþáttarins Skonrokk á Rúv árið 1982. Hér má sjá nokkur vel valin atriði úr þeim goðsagnakennda þætti. Gosið í Eyjum eftirminnalegast Aðspurð út í eftirminnilegustu fréttir ferilsins sagðist Edda muna vel eftir frétt um ferðamannastreymi til Íslands þegar hún var fréttamaður í Kastljósi árið 1986. „Það lá það fyrir að það var von á hundrað þúsund ferðamönnum til Íslands og ég man að okkur fannst það yfirgengilegt,“ sagði Edda. Þá séu fleiri fréttir sem séu eftirminnilegar en „á toppnum er gosið í Eyjum,“ segir hún. „Það var persónulegt, ég var tvítug árið 1973, á öðru ári í blaðamennsku. Þá var ég allt í einu lent í Eyjum með ljósmyndara um nóttina og það gýs í bænum.“ Það sem hafi verið merkilegast við gosið, eftir á að hyggja, hafi verið hversu rólegt fólkið var, sagði Edda. Edda ætlaði ekki bara að vera fréttamaður, heldur vildi hún verða fljúgandi fréttamaður, og eftir gosið í Eyjum lærði hún til flugmanns. Þá tók hún „sólópróf og flaug í æfingasvæðum yfir Reykjavík og lenti í ýmsu, ein um borð náttúrulega en þá lærir maður,“ segir hún. En eftir að hún eignaðist elsta son sinn hafi hún hins vegar ekki lengur lagt í það að fljúga. Edda á vettvangi, niðri á höfn í Eyjum. Hefur ekki áhuga á að trana sér fram utan vinnunnar Þá nefndi Sindri að fjölmiðlafólk nýtti fjölmiðla gjarnan sem stökkpalla og spurði Eddu þá beint út hvort hana hafi nokkurn tímann langað út í pólitík sem hún svaraði neitandi. „Ég myndi rekast mjög illa í flokki. Ég ætti mjög erfitt með að fara eftir einhverri flokkslínunni og vera innan einhvers ramma,“ bætti hún við. Edda með öllum samstarfsmönnunum sem komu til að fagna ferli hennar að síðasta fréttatímanum loknum.Vísir/Hulda Margrét Þaðan vatt Sindri sér yfir í tala um Eddu sem opinbera persónu sem, að hans sögn, færi lítið fyrir utan fréttanna og fólk vissi lítið um. „Það að vera í starfi þar sem þú ert alltaf á frontinum og áberandi held ég að það sé kurteisi við fólk að halda mig aðeins til hlés,“ svaraði Edda þá. Þegar maður sé búinn að vera áberandi í fimmtíu ár þá „getur maður nú verið hógvær og haldið sig heima,“ sagði hún. Hér að neðan má sjá nokkur skondin augnablik frá þessum langa ferli Eddu sem þulu. Hafi áhuga á tónlist, sjónvarpi og bókmenntum Utan fréttanna er Edda þriggja barna móðir, á stjúpdóttur og stjúpson og er í þokkabót amma. Hún er gift Stefáni Ólafssyni, félagsfræðingi, sem hún segist oft vera ósammála, bæði í pólitík og um hvað eigi að vera í matinn. Þá er hún í kór og segist hafa mikinn áhuga á tónlist sem hún segir að keyri sig áfram. „Ég hef líka gífurlegan áhuga á sjónvarpi,“ bætti hún við og sagðist horfa mikið á erlenda fréttatíma, heimildamyndir og kvikmyndir. Þá hafi hún líka mikinn áhuga á heimspeki og bókmenntum og nefndi það við Sindra að hún væri sjálf með hugmynd að bók sem hún vildi þó ekki ljóstra upp um hver væri. Edda hefur áður gefið út fjórar bækur; æviminningarnar Til Eyja, skáldsöguna Í öðru landi og tvær viðtalsbækur, við Auði Eir Vilhjálmsdóttur og við Auði Laxness. Mynd af Eddu úr viðtali Herdísar Þorgeirsdóttur fyrir Heimsmynd árið 1986Tímarit.is Mun sakna fólksins en er samt ekki hætt í sjónvarpi Þó Edda sé að hætta að lesa fréttirnar er hún alls ekki hætt í sjónvarpi og sagði „hverjum dettur í hug að ég sé að hætta!“ þegar Sindri nefndi það. Hún sagðist vera búin að funda með Þórhalli Gunnarssyni, framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn, til að ræða hugmyndir að framtíðarverkefnum. „Mér finnst að frábært að finna að það eru opnar dyr. Ég þarf ekki að hverfa alveg úr þessu fagi mínu sem ég hef mikið yndi af,“ sagði Edda um seinni hluta ferils síns. „Ég mun sakna fólksins hérna,“ sagði Edda þegar Sindri spurði hvort hún myndi sakna starfsins og bætti við „ég mun sakna þess að koma hér inn í myrkri og setjast hérna til að gera mig klára.“ Edda í góðum félagsskap með Sigmundi Erni, Loga Bergmann og Kristjáni Má.Vísir/Egill „Ég ætla að þakka fyrir samfylgdina“ „Aldrei vera neitt annað en þú sjálf eða sjálfur. Aldrei leika eitt eða neitt af því cameran sér í gegnum það eins og skot,“ sagði Edda um hvað hún myndi ráðleggja fólki. Þá sagði hún að ef hún ætti að ráðleggja sjónvarpsstöðvunum eitthvað þá væri það að taka vel á móti fólki. Því tengt nefndi hún Helgu Pálmadóttur, sviðsstjóra hjá Rúv, sérstaklega sem að sögn Eddu sinnti ómetanlegu starfi við að taka á móti fólki á Rúv sem gerði það að verkum að fólkið efldist í vinnunni. Að lokum fékk Edda að ljúka þættinum og horfði í myndavél númer eitt og sagði: „Ég ætla að þakka fyrir samfylgdina, ekki bara í kvöld heldur í þessi þrjátíu eða þrjátíu og tvö ár á Stöð 2. Og allt hefur það verið ánægjan ein. En kannski, hver veit, kannski hittumst við einhvern tímann seinna, einhvern tímann, einhvers staðar aftur. Takk fyrir mig.“ Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Edda hefur komið víða við á löngum ferli, hún hóf störf á Vísi aðeins 19 ára gömul og meðfram blaðamennskunni sá hún um þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp. Þá vann hún sem ritstjóri tímaritsins Húsa og híbýla, hjá Helgarpóstinum og sem frétta- og dagskrárgerðarmaður fyrir Ríkissjónvarpið. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og hefur verið í fjölbreyttum verkefnum þar. Gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldar en fyrst og fremst hefur hún verið á skjáum landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir. Eftir fréttalesturinn í kvöld kom Edda í Ísland í dag til Sindra Sindrasonar og fór yfir sinn fimmtíu ára feril í fréttamennsku, eftirminnilegustu fréttirnar, mistökin og ýmislegt annað. „Ég held að það væri betra ef þú myndir brosa aðeins minna“ Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972 aðeins 19 ára gömul og þremur árum síðar hófst ferill hennar í sjónvarpi. Edda ung að árum á Vísi. „Ég byrjaði 1975 í sjónvarpi. Það var þannig að fréttamenn sjónvarps kölluðu inn til liðs við sig, í kastljós, fjölmiðlafólk af öðrum fréttamiðlum til að koma fram í sjónvarpi,“ segir Edda um upphafið í sjónvarpi þar sem hún tók viðtal við Guðrúnu Erlendsdóttur um alvarlegt mál. „Ég man að fljótlega í upptökunni var hún stöðvuð og einhver kom til mín og hvíslaði mjög elskulega að mér „Ég held að það væri betra ef þú myndir brosa aðeins minna“ og upptakan hófst síðan aftur.“ „Og hér er ég,“ sagði Edda um upphafið að sjónvarpsferlinum. Hins vegar má segja að Edda hafi fyrst slegið rækilega í gegn þegar hún tók við stjórn tónlistarþáttarins Skonrokk á Rúv árið 1982. Hér má sjá nokkur vel valin atriði úr þeim goðsagnakennda þætti. Gosið í Eyjum eftirminnalegast Aðspurð út í eftirminnilegustu fréttir ferilsins sagðist Edda muna vel eftir frétt um ferðamannastreymi til Íslands þegar hún var fréttamaður í Kastljósi árið 1986. „Það lá það fyrir að það var von á hundrað þúsund ferðamönnum til Íslands og ég man að okkur fannst það yfirgengilegt,“ sagði Edda. Þá séu fleiri fréttir sem séu eftirminnilegar en „á toppnum er gosið í Eyjum,“ segir hún. „Það var persónulegt, ég var tvítug árið 1973, á öðru ári í blaðamennsku. Þá var ég allt í einu lent í Eyjum með ljósmyndara um nóttina og það gýs í bænum.“ Það sem hafi verið merkilegast við gosið, eftir á að hyggja, hafi verið hversu rólegt fólkið var, sagði Edda. Edda ætlaði ekki bara að vera fréttamaður, heldur vildi hún verða fljúgandi fréttamaður, og eftir gosið í Eyjum lærði hún til flugmanns. Þá tók hún „sólópróf og flaug í æfingasvæðum yfir Reykjavík og lenti í ýmsu, ein um borð náttúrulega en þá lærir maður,“ segir hún. En eftir að hún eignaðist elsta son sinn hafi hún hins vegar ekki lengur lagt í það að fljúga. Edda á vettvangi, niðri á höfn í Eyjum. Hefur ekki áhuga á að trana sér fram utan vinnunnar Þá nefndi Sindri að fjölmiðlafólk nýtti fjölmiðla gjarnan sem stökkpalla og spurði Eddu þá beint út hvort hana hafi nokkurn tímann langað út í pólitík sem hún svaraði neitandi. „Ég myndi rekast mjög illa í flokki. Ég ætti mjög erfitt með að fara eftir einhverri flokkslínunni og vera innan einhvers ramma,“ bætti hún við. Edda með öllum samstarfsmönnunum sem komu til að fagna ferli hennar að síðasta fréttatímanum loknum.Vísir/Hulda Margrét Þaðan vatt Sindri sér yfir í tala um Eddu sem opinbera persónu sem, að hans sögn, færi lítið fyrir utan fréttanna og fólk vissi lítið um. „Það að vera í starfi þar sem þú ert alltaf á frontinum og áberandi held ég að það sé kurteisi við fólk að halda mig aðeins til hlés,“ svaraði Edda þá. Þegar maður sé búinn að vera áberandi í fimmtíu ár þá „getur maður nú verið hógvær og haldið sig heima,“ sagði hún. Hér að neðan má sjá nokkur skondin augnablik frá þessum langa ferli Eddu sem þulu. Hafi áhuga á tónlist, sjónvarpi og bókmenntum Utan fréttanna er Edda þriggja barna móðir, á stjúpdóttur og stjúpson og er í þokkabót amma. Hún er gift Stefáni Ólafssyni, félagsfræðingi, sem hún segist oft vera ósammála, bæði í pólitík og um hvað eigi að vera í matinn. Þá er hún í kór og segist hafa mikinn áhuga á tónlist sem hún segir að keyri sig áfram. „Ég hef líka gífurlegan áhuga á sjónvarpi,“ bætti hún við og sagðist horfa mikið á erlenda fréttatíma, heimildamyndir og kvikmyndir. Þá hafi hún líka mikinn áhuga á heimspeki og bókmenntum og nefndi það við Sindra að hún væri sjálf með hugmynd að bók sem hún vildi þó ekki ljóstra upp um hver væri. Edda hefur áður gefið út fjórar bækur; æviminningarnar Til Eyja, skáldsöguna Í öðru landi og tvær viðtalsbækur, við Auði Eir Vilhjálmsdóttur og við Auði Laxness. Mynd af Eddu úr viðtali Herdísar Þorgeirsdóttur fyrir Heimsmynd árið 1986Tímarit.is Mun sakna fólksins en er samt ekki hætt í sjónvarpi Þó Edda sé að hætta að lesa fréttirnar er hún alls ekki hætt í sjónvarpi og sagði „hverjum dettur í hug að ég sé að hætta!“ þegar Sindri nefndi það. Hún sagðist vera búin að funda með Þórhalli Gunnarssyni, framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn, til að ræða hugmyndir að framtíðarverkefnum. „Mér finnst að frábært að finna að það eru opnar dyr. Ég þarf ekki að hverfa alveg úr þessu fagi mínu sem ég hef mikið yndi af,“ sagði Edda um seinni hluta ferils síns. „Ég mun sakna fólksins hérna,“ sagði Edda þegar Sindri spurði hvort hún myndi sakna starfsins og bætti við „ég mun sakna þess að koma hér inn í myrkri og setjast hérna til að gera mig klára.“ Edda í góðum félagsskap með Sigmundi Erni, Loga Bergmann og Kristjáni Má.Vísir/Egill „Ég ætla að þakka fyrir samfylgdina“ „Aldrei vera neitt annað en þú sjálf eða sjálfur. Aldrei leika eitt eða neitt af því cameran sér í gegnum það eins og skot,“ sagði Edda um hvað hún myndi ráðleggja fólki. Þá sagði hún að ef hún ætti að ráðleggja sjónvarpsstöðvunum eitthvað þá væri það að taka vel á móti fólki. Því tengt nefndi hún Helgu Pálmadóttur, sviðsstjóra hjá Rúv, sérstaklega sem að sögn Eddu sinnti ómetanlegu starfi við að taka á móti fólki á Rúv sem gerði það að verkum að fólkið efldist í vinnunni. Að lokum fékk Edda að ljúka þættinum og horfði í myndavél númer eitt og sagði: „Ég ætla að þakka fyrir samfylgdina, ekki bara í kvöld heldur í þessi þrjátíu eða þrjátíu og tvö ár á Stöð 2. Og allt hefur það verið ánægjan ein. En kannski, hver veit, kannski hittumst við einhvern tímann seinna, einhvern tímann, einhvers staðar aftur. Takk fyrir mig.“
Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira