Innlent

Ljósmyndasnillingar í Hveragerði hjá eldri borgurum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hópurinn komin saman í kvöld, sem á myndir á sýningunni í húsnæði Hveragarðsins í Hveragerði. Hópurinn kallar sig „HVER“ og er hópur áhugaljósmyndara í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Allir eru velkomnir á sýningu þeirra á Blómstrandi dögum.
Hópurinn komin saman í kvöld, sem á myndir á sýningunni í húsnæði Hveragarðsins í Hveragerði. Hópurinn kallar sig „HVER“ og er hópur áhugaljósmyndara í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Allir eru velkomnir á sýningu þeirra á Blómstrandi dögum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hópur eldri borgara í Hveragerði hefur opnað ljósmyndasýningu í húsnæði Hveragarðsins, sem verður opin á Blómstrandi dögum í Hveragerði, sem eru um helgina. Á sýningunni eru 63 ljósmyndir.

„Við erum „gamlingjarnir“ í Hveragerði, sem höfum mikinn áhuga á ljósmyndum og öllu, sem tengist myndum og myndatöku. Þó að við séum á aldrinum 75 ára og upp úr þá er okkur ýmist til lista lagt. Við getum gert svo margt ef við förum aðeins út fyrir þægindarammann og ögra sjálfum okkur svolítið“, segir Gyða Björg Elíasdóttir, formaður Hver, ljósmyndaklúbbsins og bætir við.

Gyða Björg Elíasdóttir, formaður ljósmyndaklúbbsins, sem er mjög ánægð með sýningu klúbbsins og hvaða félagarnir hafa verið duglegir að taka fallegar myndir til að sýna á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Við erum ekkert gömul, það er aðallega skrokkurinn, sem er gamall. Hugurinn er alveg á fleygiferð. Eldri borgarar eru ekki eitthvað, sem á bara að láta inn í skáp og loka, við getum gert svo margt“, segir Gyða Björg og hlær.

Glæsilegar veitingar voru á borðum í kvöld þegar ljósmyndararnir og makar þeirra fögnuðu sýningunni. Hér eru þær Margrét Magnúsdóttir (t.v.) og Sesselja Guðmundsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Skálað var fyrir sýningunni í kvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×