Rekinn eftir slæmt gengi á EM Atli Arason skrifar 10. ágúst 2022 18:00 Mark Parsons er nú atvinnulaus. KNVB Media KNVB, knattspyrnusamband Hollands, tilkynnti í dag að sambandið hafði náð sameiginlegu samkomulagi við Mark Parsons, þjálfara liðsins, að hann láti tafarlaust af störfum. Í tilkynningu sambandsins er skrifað að metnaðarfullum markmiðum liðsins verði ekki náð undir forystu Parsons. Síðasti leikur liðsins undir hans stjórn var 1-0 tap Hollands gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í Englandi. „Í aðdraganda EM og á mótinu sjálfu voru úrslitin vonbrigði og það er óásættanlegt. Hollenska liðið var að verja Evrópumeistaratitilinn sinn en liðið spilaði einnig til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti. Við viljum berjast um stóru bikarana. Með undankeppni HM í huga hefur sú ákvörðun verið tekin að fá nýjan aðila til að stýra liðinu,“ sagði Jan Dirk van de Zee, yfirmaður knattspyrnumála hjá hollenska kvennalandsliðinu. Í undankeppni HM leikur Holland í C-riðli með Íslandi. Næsti leikur Hollands í undankeppninni er gegn því íslenska þann 6. september næstkomandi en fyrst taka þær á móti Skotlandi í vináttuleik 2. september. Í tilkynningu sambandsins er jafnframt tekið fram að hollenska liðið verði að vinna það íslenska ef það ætlar að ná markmiðum sínum að spila á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Holland er í efsta sæti C-riðils með tveggja stiga forskot á Ísland en íslenska liðið hefur leikið einum leik minna en það hollenska. Á 18 ára ferli sínum sem þjálfari hefur Parsons meðal annars stýrt liðum Portland Thorns og Washington Spirit í bandarísku NWSL deildinni. Parsons var einungis í 15 mánuði með hollenska liðið eftir að hann tók við því í maí á síðasta ári af Sarina Wiegman, sem stýrir í dag Evrópumeisturum Englands. EM 2022 í Englandi Holland HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira
Í tilkynningu sambandsins er skrifað að metnaðarfullum markmiðum liðsins verði ekki náð undir forystu Parsons. Síðasti leikur liðsins undir hans stjórn var 1-0 tap Hollands gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í Englandi. „Í aðdraganda EM og á mótinu sjálfu voru úrslitin vonbrigði og það er óásættanlegt. Hollenska liðið var að verja Evrópumeistaratitilinn sinn en liðið spilaði einnig til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti. Við viljum berjast um stóru bikarana. Með undankeppni HM í huga hefur sú ákvörðun verið tekin að fá nýjan aðila til að stýra liðinu,“ sagði Jan Dirk van de Zee, yfirmaður knattspyrnumála hjá hollenska kvennalandsliðinu. Í undankeppni HM leikur Holland í C-riðli með Íslandi. Næsti leikur Hollands í undankeppninni er gegn því íslenska þann 6. september næstkomandi en fyrst taka þær á móti Skotlandi í vináttuleik 2. september. Í tilkynningu sambandsins er jafnframt tekið fram að hollenska liðið verði að vinna það íslenska ef það ætlar að ná markmiðum sínum að spila á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Holland er í efsta sæti C-riðils með tveggja stiga forskot á Ísland en íslenska liðið hefur leikið einum leik minna en það hollenska. Á 18 ára ferli sínum sem þjálfari hefur Parsons meðal annars stýrt liðum Portland Thorns og Washington Spirit í bandarísku NWSL deildinni. Parsons var einungis í 15 mánuði með hollenska liðið eftir að hann tók við því í maí á síðasta ári af Sarina Wiegman, sem stýrir í dag Evrópumeisturum Englands.
EM 2022 í Englandi Holland HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira