Innlent

Þrjú sóttu um stöðu dómara við Mann­réttinda­­dóm­­stólinn, aftur

Árni Sæberg skrifar
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi.
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. EPA

Þrjár umsóknir bárust um lausa stöðu í embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Síðast þegar Íslands skilaði lista umsækjenda til dómstólsins var hann dreginn til baka.

Umsækjendur um dómaraembættið að þessu sinni eru Dóra Guðmundsdóttir lögfræðingur, Oddný Mjöll Arnardóttir landsréttardómari og Páll Þórhallsson skrifstofustjóri, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Oddný Mjöll sótti einnig um embættið síðast þegar það var auglýst ásamt þeim Jónasi Þór Guðmundssyni hæstaréttarlögmanni, og Stefáni Geir Þórisson hæstaréttarlögmanni. Jónas Þór og Stefán Geir drógu umsóknir sínar til baka eftir að hafa farið í starfsviðtöl. 

Ísland skipar einn dómara við dómstólinn og hefur Róbert Ragnar Spanó átt sæti í dómstólnum fyrir Íslands hönd frá árinu 2013, þar af síðustu tvö ár sem forseti dómstólsins.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.