Innlent

Katrín segir engan tossalista hafa verið sendan til MDE

Heimir Már Pétursson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann, í Ráðherrabústaðnum í dag.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann, í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Einar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir rétt hafa verið staðið að útnefningu dómaraefna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Enginn tossalisti hafi verið sendur til dómstólsins.

Auglýst var eftir umsóknum um tilnefningar í desember sl. og voru umsækjendur þrír: Jónas Þór Guðmundsson, Oddný Mjöll Arnardóttir og Stefán Þór Geirsson.

Tilnefna þarf þrjá fyrir þá einu stöðu sem Ísland á við dómstólinn. Katrín segir ferlið hafa verið nákvæmlega samkvæmt öllu settum regum. Hér má sjá stutt viðtal við hana.

Eftirfarandi frétt birtist síðan á vef stjórnarráðsins eftir ríkisstjórnarfund í morgun:

Tveir af þeim þremur sem Ísland tilnefndi sem dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu hafa dregið umsókn sína til baka. Forsætisráðuneytið mun því auglýsa eftir nýjum aðilum sem tilnefndir verða af Íslands hálfu í þeirra stað.

Auglýst var eftir umsóknum um tilnefningar í desember sl. og voru umsækjendur þrír: Jónas Þór Guðmundsson, Oddný Mjöll Arnardóttir og Stefán Þór Geirsson. Fimm manna hæfisnefnd sem forsætisráðherra skipaði mat alla umsækjendur hæfa til að verða tilnefnd af Íslands hálfu og voru þeir tilnefndir í kjölfarið. Gerði ráðgjafanefnd sérfræðinga á vegum Evrópuráðsins ekki athugasemdir við það mat.

Nefnd Evrópuráðsþingsins um kjör dómara við Mannréttindadómstól Evrópu fundaði þann 7. júní þar sem rætt var um tilnefningar Íslands og viðtöl við umsækjendur fóru fram. Áður en nefndin tók ákvörðun um hvort hún myndi mæla með umsækjendunum, drógu tveir þeirra umsókn sína til baka.

Til þess að Ísland geti skilað lista með þremur tilnefningum verður því auglýst á ný eftir umsækjendum og verður ferlinu flýtt eins og kostur er. Sá umsækjandi sem dró ekki umsókn sína til baka heldur sæti sínu á listanum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×