Hraun við það að renna út úr Meradölum Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2022 14:11 Aðeins er eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Eldfjallafræði og náttúruvárhópur HÍ Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Hraunið þykknar mjög ákveðið og það er farið að myndast helluhraun við jaðarinn sem flæðir mjög auðveldlega. Það er búið að hækka sig á tveim dögum um þó nokkra metra og ef svo heldur sem horfir þá styttist í að það fari að flæða út úr Meradölum til austurs.“ Ekki sé um dramatískan atburð að ræða heldur eðlilegan gang gossins. „Það er ekki víst að þetta gerist einn, tveir og þrír, það þarf að fylla betur í dalina fyrst en þetta er dálítið hröð atburðarás sem við erum að sjá núna,“ bætir Magnús Tumi við. Ekki hafi dregið úr gosinu og bara tímaspursmál hvenær hraunið nái upp að brúninni austast í Meradölum. Hann segir að mesta breytingin virðist hafi orðið á síðustu tveimur sólarhringum. Gæti runnið yfir skarðið í dag eða á morgun Fram kemur í Facebook-færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands það stefni í að hraunið renni út úr dölunum í dag eða á morgun og fari þá niður Einihlíðardal og í átt að Suðurstrandarvegi. Aðeins sé eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar föstudaginn 5. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ „Við settum stikur þarna á föstudaginn og núna erum við að fylgjast með breytingunni við jaðarinn með því að fylgjast með því hvernig hraunið hækkar sig og gleypir stikurnar,“ segir Magnús Tumi. Gígar hægt og rólega að myndast Greint hefur verið frá því að gígar séu byrjaðir að byggjast upp í Meradölum líkt og í eldgosinu í fyrra. Magnús Tumi segir gígrima smám saman vera að byggjast upp austanmegin en hann sé ekki kominn vestanmegin þar sem enn er hrauntjörn. „Þetta er bara svona hæg þróun í átt að því að það byggist þarna upp gígur. Það er svona hægt og rólega að þróast í þá átt sem er nákvæmlega það sem má búast við.“ Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar sunnudaginn 7. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. Vefmyndavél Vísis er á Langhóli, þar sem fólk safnast saman við enda gönguleiðar A að gosinu, svo útsýni frá henni er eins og best verður á kosið. Horfa má á útsendinguna með því að smella á fréttina hér fyrir neðan. Fréttin hefur verður uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Hraunið þykknar mjög ákveðið og það er farið að myndast helluhraun við jaðarinn sem flæðir mjög auðveldlega. Það er búið að hækka sig á tveim dögum um þó nokkra metra og ef svo heldur sem horfir þá styttist í að það fari að flæða út úr Meradölum til austurs.“ Ekki sé um dramatískan atburð að ræða heldur eðlilegan gang gossins. „Það er ekki víst að þetta gerist einn, tveir og þrír, það þarf að fylla betur í dalina fyrst en þetta er dálítið hröð atburðarás sem við erum að sjá núna,“ bætir Magnús Tumi við. Ekki hafi dregið úr gosinu og bara tímaspursmál hvenær hraunið nái upp að brúninni austast í Meradölum. Hann segir að mesta breytingin virðist hafi orðið á síðustu tveimur sólarhringum. Gæti runnið yfir skarðið í dag eða á morgun Fram kemur í Facebook-færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands það stefni í að hraunið renni út úr dölunum í dag eða á morgun og fari þá niður Einihlíðardal og í átt að Suðurstrandarvegi. Aðeins sé eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar föstudaginn 5. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ „Við settum stikur þarna á föstudaginn og núna erum við að fylgjast með breytingunni við jaðarinn með því að fylgjast með því hvernig hraunið hækkar sig og gleypir stikurnar,“ segir Magnús Tumi. Gígar hægt og rólega að myndast Greint hefur verið frá því að gígar séu byrjaðir að byggjast upp í Meradölum líkt og í eldgosinu í fyrra. Magnús Tumi segir gígrima smám saman vera að byggjast upp austanmegin en hann sé ekki kominn vestanmegin þar sem enn er hrauntjörn. „Þetta er bara svona hæg þróun í átt að því að það byggist þarna upp gígur. Það er svona hægt og rólega að þróast í þá átt sem er nákvæmlega það sem má búast við.“ Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar sunnudaginn 7. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. Vefmyndavél Vísis er á Langhóli, þar sem fólk safnast saman við enda gönguleiðar A að gosinu, svo útsýni frá henni er eins og best verður á kosið. Horfa má á útsendinguna með því að smella á fréttina hér fyrir neðan. Fréttin hefur verður uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37
Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33