Hraun við það að renna út úr Meradölum Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2022 14:11 Aðeins er eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Eldfjallafræði og náttúruvárhópur HÍ Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Hraunið þykknar mjög ákveðið og það er farið að myndast helluhraun við jaðarinn sem flæðir mjög auðveldlega. Það er búið að hækka sig á tveim dögum um þó nokkra metra og ef svo heldur sem horfir þá styttist í að það fari að flæða út úr Meradölum til austurs.“ Ekki sé um dramatískan atburð að ræða heldur eðlilegan gang gossins. „Það er ekki víst að þetta gerist einn, tveir og þrír, það þarf að fylla betur í dalina fyrst en þetta er dálítið hröð atburðarás sem við erum að sjá núna,“ bætir Magnús Tumi við. Ekki hafi dregið úr gosinu og bara tímaspursmál hvenær hraunið nái upp að brúninni austast í Meradölum. Hann segir að mesta breytingin virðist hafi orðið á síðustu tveimur sólarhringum. Gæti runnið yfir skarðið í dag eða á morgun Fram kemur í Facebook-færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands það stefni í að hraunið renni út úr dölunum í dag eða á morgun og fari þá niður Einihlíðardal og í átt að Suðurstrandarvegi. Aðeins sé eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar föstudaginn 5. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ „Við settum stikur þarna á föstudaginn og núna erum við að fylgjast með breytingunni við jaðarinn með því að fylgjast með því hvernig hraunið hækkar sig og gleypir stikurnar,“ segir Magnús Tumi. Gígar hægt og rólega að myndast Greint hefur verið frá því að gígar séu byrjaðir að byggjast upp í Meradölum líkt og í eldgosinu í fyrra. Magnús Tumi segir gígrima smám saman vera að byggjast upp austanmegin en hann sé ekki kominn vestanmegin þar sem enn er hrauntjörn. „Þetta er bara svona hæg þróun í átt að því að það byggist þarna upp gígur. Það er svona hægt og rólega að þróast í þá átt sem er nákvæmlega það sem má búast við.“ Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar sunnudaginn 7. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. Vefmyndavél Vísis er á Langhóli, þar sem fólk safnast saman við enda gönguleiðar A að gosinu, svo útsýni frá henni er eins og best verður á kosið. Horfa má á útsendinguna með því að smella á fréttina hér fyrir neðan. Fréttin hefur verður uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Hraunið þykknar mjög ákveðið og það er farið að myndast helluhraun við jaðarinn sem flæðir mjög auðveldlega. Það er búið að hækka sig á tveim dögum um þó nokkra metra og ef svo heldur sem horfir þá styttist í að það fari að flæða út úr Meradölum til austurs.“ Ekki sé um dramatískan atburð að ræða heldur eðlilegan gang gossins. „Það er ekki víst að þetta gerist einn, tveir og þrír, það þarf að fylla betur í dalina fyrst en þetta er dálítið hröð atburðarás sem við erum að sjá núna,“ bætir Magnús Tumi við. Ekki hafi dregið úr gosinu og bara tímaspursmál hvenær hraunið nái upp að brúninni austast í Meradölum. Hann segir að mesta breytingin virðist hafi orðið á síðustu tveimur sólarhringum. Gæti runnið yfir skarðið í dag eða á morgun Fram kemur í Facebook-færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands það stefni í að hraunið renni út úr dölunum í dag eða á morgun og fari þá niður Einihlíðardal og í átt að Suðurstrandarvegi. Aðeins sé eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar föstudaginn 5. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ „Við settum stikur þarna á föstudaginn og núna erum við að fylgjast með breytingunni við jaðarinn með því að fylgjast með því hvernig hraunið hækkar sig og gleypir stikurnar,“ segir Magnús Tumi. Gígar hægt og rólega að myndast Greint hefur verið frá því að gígar séu byrjaðir að byggjast upp í Meradölum líkt og í eldgosinu í fyrra. Magnús Tumi segir gígrima smám saman vera að byggjast upp austanmegin en hann sé ekki kominn vestanmegin þar sem enn er hrauntjörn. „Þetta er bara svona hæg þróun í átt að því að það byggist þarna upp gígur. Það er svona hægt og rólega að þróast í þá átt sem er nákvæmlega það sem má búast við.“ Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar sunnudaginn 7. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. Vefmyndavél Vísis er á Langhóli, þar sem fólk safnast saman við enda gönguleiðar A að gosinu, svo útsýni frá henni er eins og best verður á kosið. Horfa má á útsendinguna með því að smella á fréttina hér fyrir neðan. Fréttin hefur verður uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37
Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33