Erlent

Fundu líkams­leifar og flug­vél í Ölpunum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Alparnir eru um tólf hundruð kílómetra langur fjallgarður.
Alparnir eru um tólf hundruð kílómetra langur fjallgarður. Getty

Á miðvikudaginn gengu tveir fjallagarpar fram á flugvél í Alpafjöllunum í Sviss sem hafði hrapað í fjallinu fyrir tæpum fimmtíu árum síðan. Við hlið vélarinnar voru líkamsleifar manns.

Vélin hafði líklegast verið undir snjó í öll þessi ár en síðustu sumur í Sviss hafa verið mjög hlý. Gönguleiðin sem vélin fannst við hefur ekki verið í notkun í yfir tíu ár og því erfitt að gera sér grein fyrir því hvenær snjórinn í kringum vélina bráðnaði.

„Fötin voru í neonlitum í svipuðum stíl og var í tísku á níunda áratugnum,“ hefur The Guardian eftir einum fjallagarpanna.

Um leið og göngugarparnir tilkynntu um fundinn kom þyrla á staðinn og sótti líkamsleifarnar. Einungis bein voru eftir og því mun það taka nokkra daga fyrir lögreglu að bera kennsl á þær.

Samkvæmt The Guardian eru um þrjú hundruð mannhvarfsmál á borði hjá lögreglumönnum í Alpafjöllunum. Flestir þeirra sem hafa týnst voru á skíðum þegar síðustu fregnir af þeim bárust.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.