„Villandi framsetning og illa unnið“ Snorri Másson skrifar 9. ágúst 2022 22:59 Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir Alþýðusambandið ekki fallast á niðurstöður greinargerða sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem því var haldið fram að svigrúm til launahækkana væri lítið í haust. Vísir/Einar Forseti Alþýðusambandsins segir sannarlega svigrúm til launahækkana í haust en sérfræðingar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á öðru máli. Á almennum markaði losna kjarasamningar í nóvember og umræðan í aðdraganda viðræðna er tekin að þyngjast. Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Þetta segja þeir í ljósi stöðunnar í efnahagsmálum. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þessar greinargerðir dæmi um villandi framsetningu og „illa unnar.“ Deilt um niðurstöður sérfræðinganna Í þjóðhagsráði sitja fulltrúar verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þar sitja forseti ASÍ, formaður BSRB, BHM og KÍ auk formanns Samtaka atvinnulífsins. Þar að auki sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga í ráðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði við RÚV í morgun að greinargerðir sérfræðinganna væru raunar einskis virði fyrir henni, enda hafi fulltrúi launafólks ekki komið að þeim. ASÍ (sem Efling er hluti af) er þó í þjóðhagsráði, en Sólveig Anna hefur ekki fengið aðgang að fundargerðum ráðsins. Það andar köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október.Vísir/Vilhelm Drífa bendir á að þjóðhagsráð hafi ekki samið greinargerðirnar heldur fengið þær frá sérfræðingum. „Ég held að þessi ummæli [Sólveigar] séu byggð á ákveðnum misskilningi, að þetta sé einhver skýrsla sem þjóðhagsráð hefur lagt blessun sína yfir. Það er ekki þannig. Við höfum gert athugasemdir við þetta. Við erum ekki sammála þessum niðurstöðum. Okkur finnst þetta villandi framsetning og illa unnið,“ segir Drífa. Drífa segir sannarlega svigrúm til launahækkana og bendir því til stuðnings á að launahlutfall allra atvinnugreina nema ferðaþjónustunnar hafi lækkað. „Það segir okkur með skýrum hætti að hlutdeild vinnandi fólks í framleiðninni hefur farið minnkandi. Það er verkefni okkar að sækja það." Staðan snúin í efnahagslífinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að tveir sérfræðingar, Katrín Ólafsdóttir og Arnór Sighvatsson, hafi verið fengnir til að draga upp stöðuna í efnahagsmálum fyrir þjóðhagsráð. „Ég held að enginn geti neitað því að sú staða er snúin nú eftir heimsfaraldur þar sem við höfum staðið frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum áskorunum. En ekki síður nú þegar stríð geisar í Evrópu sem hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á allt okkar efnahagslega umhverfi,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ítrekar að það sé aðila vinnumarkaðarins að semja: „En það er alveg ljóst að svigrúmið er minna heldur en það hefur oft áður verið,“ segir Guðmundur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir: „Það sem ég er að upplifa er ósamstæður vinnumarkaður þar sem við erum með sundrað kerfi. Það talar hver fyrir sig og það næst engin sameiginleg niðurstaða um það hvert heildarsvigrúmið er. Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkanir og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur auðvitað fyrir að við værum að tala um svona 10-11% launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ segir Bjarni. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Þetta segja þeir í ljósi stöðunnar í efnahagsmálum. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir þessar greinargerðir dæmi um villandi framsetningu og „illa unnar.“ Deilt um niðurstöður sérfræðinganna Í þjóðhagsráði sitja fulltrúar verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þar sitja forseti ASÍ, formaður BSRB, BHM og KÍ auk formanns Samtaka atvinnulífsins. Þar að auki sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga í ráðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði við RÚV í morgun að greinargerðir sérfræðinganna væru raunar einskis virði fyrir henni, enda hafi fulltrúi launafólks ekki komið að þeim. ASÍ (sem Efling er hluti af) er þó í þjóðhagsráði, en Sólveig Anna hefur ekki fengið aðgang að fundargerðum ráðsins. Það andar köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október.Vísir/Vilhelm Drífa bendir á að þjóðhagsráð hafi ekki samið greinargerðirnar heldur fengið þær frá sérfræðingum. „Ég held að þessi ummæli [Sólveigar] séu byggð á ákveðnum misskilningi, að þetta sé einhver skýrsla sem þjóðhagsráð hefur lagt blessun sína yfir. Það er ekki þannig. Við höfum gert athugasemdir við þetta. Við erum ekki sammála þessum niðurstöðum. Okkur finnst þetta villandi framsetning og illa unnið,“ segir Drífa. Drífa segir sannarlega svigrúm til launahækkana og bendir því til stuðnings á að launahlutfall allra atvinnugreina nema ferðaþjónustunnar hafi lækkað. „Það segir okkur með skýrum hætti að hlutdeild vinnandi fólks í framleiðninni hefur farið minnkandi. Það er verkefni okkar að sækja það." Staðan snúin í efnahagslífinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að tveir sérfræðingar, Katrín Ólafsdóttir og Arnór Sighvatsson, hafi verið fengnir til að draga upp stöðuna í efnahagsmálum fyrir þjóðhagsráð. „Ég held að enginn geti neitað því að sú staða er snúin nú eftir heimsfaraldur þar sem við höfum staðið frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum áskorunum. En ekki síður nú þegar stríð geisar í Evrópu sem hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á allt okkar efnahagslega umhverfi,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ítrekar að það sé aðila vinnumarkaðarins að semja: „En það er alveg ljóst að svigrúmið er minna heldur en það hefur oft áður verið,“ segir Guðmundur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir: „Það sem ég er að upplifa er ósamstæður vinnumarkaður þar sem við erum með sundrað kerfi. Það talar hver fyrir sig og það næst engin sameiginleg niðurstaða um það hvert heildarsvigrúmið er. Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkanir og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur auðvitað fyrir að við værum að tala um svona 10-11% launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ segir Bjarni.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira