Ezra Miller ákært fyrir húsbrot og að stela áfengi Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2022 09:09 Ezra Miller hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. AP/Evan Agostini Leikarinn Ezra Miller var fyrr á þessu ári ákært fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Málið er það nýjasta í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og óvenjulega hegðun. Greint var frá því á mánudag að lögreglan í Vermont-ríki hafi brugðist við tilkynningu um innbrot í bænum Stamford þann 1. maí síðastliðinn. Nokkrar flöskur af áfengi hafi verið teknar ófrjálsri hendi af heimilinu á meðan húsráðendur voru ekki heima við. Miller var ákært eftir að lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum og ræddi við vitni á staðnum. Fram kemur í lögregluskýrslu að Miller hafi eftir þetta fundist skömmu fyrir miðnætti á sunnudegi og verið kallaður fyrir dómara þann 26. september vegna málsins, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Missti stjórn á sér á bar Hið 29 ára gamla Hollywood-stirni var handtekið tvisvar á Hawaii fyrr á þessu ári, í fyrra skiptið fyrir óspektir og áreitni á karaókí-bar, og í seinna skiptið vegna líkamsárásar. Greint hefur verið frá því að Ezra hafi missti stjórn á sér á umræddum bar og á hán að hafa öskrað á fólk, rifið hljóðnemann af ungri konu, notað ljót orð og ráðist á mann sem var í pílukasti. Miller gisti hjá parinu sem fór fram á nálgunarbann eftir atvikið á barnum. Síðar féllu þau þá frá þeirri kröfu. Vakti mikla athygli á Íslandi Einnig hafa foreldrar hinnar átján ára gömlu Tokata Iron Eyes farið fram á nálgunarbann gagnvart Miller og sakað leikarann um að hafa áunnið sér traust dóttur sinnar og stundað óviðeigandi hegðun með henni frá því hún var tólf ára. Sjálf hefur Iron Eyes sagt þessar ásakanir vera ósannar. Ítarlega hefur verið fjallað um dvöl Miller á Íslandi í erlendum fjölmiðlum en Íslandsdvöl háns komst í heimsfréttirnar þegar hán tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Miller hefur farið með hlutverk Flash í kvikmyndum Warner Bros. kvikmyndaversins síðustu ár og mun aftur fara í búning ofurhetjunnar í myndinni The Flash sem væntanleg er í kvikmyndahús í júní á næsta ári. Stjórnendur kvikmyndaversins hafa ekki gefið til kynna að hegðun Miller muni hafa áhrif á þær fyrirætlanir. Hollywood Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Greint var frá því á mánudag að lögreglan í Vermont-ríki hafi brugðist við tilkynningu um innbrot í bænum Stamford þann 1. maí síðastliðinn. Nokkrar flöskur af áfengi hafi verið teknar ófrjálsri hendi af heimilinu á meðan húsráðendur voru ekki heima við. Miller var ákært eftir að lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum og ræddi við vitni á staðnum. Fram kemur í lögregluskýrslu að Miller hafi eftir þetta fundist skömmu fyrir miðnætti á sunnudegi og verið kallaður fyrir dómara þann 26. september vegna málsins, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Missti stjórn á sér á bar Hið 29 ára gamla Hollywood-stirni var handtekið tvisvar á Hawaii fyrr á þessu ári, í fyrra skiptið fyrir óspektir og áreitni á karaókí-bar, og í seinna skiptið vegna líkamsárásar. Greint hefur verið frá því að Ezra hafi missti stjórn á sér á umræddum bar og á hán að hafa öskrað á fólk, rifið hljóðnemann af ungri konu, notað ljót orð og ráðist á mann sem var í pílukasti. Miller gisti hjá parinu sem fór fram á nálgunarbann eftir atvikið á barnum. Síðar féllu þau þá frá þeirri kröfu. Vakti mikla athygli á Íslandi Einnig hafa foreldrar hinnar átján ára gömlu Tokata Iron Eyes farið fram á nálgunarbann gagnvart Miller og sakað leikarann um að hafa áunnið sér traust dóttur sinnar og stundað óviðeigandi hegðun með henni frá því hún var tólf ára. Sjálf hefur Iron Eyes sagt þessar ásakanir vera ósannar. Ítarlega hefur verið fjallað um dvöl Miller á Íslandi í erlendum fjölmiðlum en Íslandsdvöl háns komst í heimsfréttirnar þegar hán tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Miller hefur farið með hlutverk Flash í kvikmyndum Warner Bros. kvikmyndaversins síðustu ár og mun aftur fara í búning ofurhetjunnar í myndinni The Flash sem væntanleg er í kvikmyndahús í júní á næsta ári. Stjórnendur kvikmyndaversins hafa ekki gefið til kynna að hegðun Miller muni hafa áhrif á þær fyrirætlanir.
Hollywood Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11
Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41
Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41