Fótbolti

Kristian Nökkvi lék lungann úr leiknum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði fyrir varalið Ajax í kvöld. 
Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði fyrir varalið Ajax í kvöld.  Vísir/Getty

Kristian Nökkvi Hlynsson lék í 85 mínútur sem sóknartengiliður fyrir Ajax II þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Telstar í hollensku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld. 

Krisitan Nökkvi er að fara inn í sitt þriðja keppnistímabil með Ajax en hann gekk til liðs við félagið frá Breiðabliki í upphafi árs 2020. 

Þessi 18 ára leikmaður lék þrjá æfingaleiki með aðalliði Ajax á undirbúningstímabilinu en hann spilaði tvo bikarleiki með aðalliðinu á síðasta keppnistímabili og skoraði í þeim báðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.