Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 15:33 Í fyrrakvöld lentu erlend hjón í vandræðum þegar tvö ung börn þeirra örmögnuðust á leið frá gosstöðvunum. Kolbrún Baldursdóttir vill að yfirvöld beiti sér gegn því að fólk taki börn sín með upp að gosinu. Samsett Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. „Ég, Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins vil mælast til þess að yfirvöld og umboðsmaður barna gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki alvarlega þegar þeir eru beðnir um að fara ekki með ung börn sín að gosstöðvunum,“ svo hefst yfirlýsing sem Kolbrún sendi fréttastofu í tilefni af fréttaflutningi af því að ung börn séu í nokkrum mæli tekin með upp að gosstöðvunum í Meradölum. Í gær var greint frá því að tvö ung börn hefðu örmagnast á leið niður frá gosstöðvunum í erfiðum veðuraðstæðum. Björgunarsveitarmaður sagði í samtali við Vísi að nokkuð algengt væri að fólk tæki ung börn sín með í gönguna, sér í lagi erlendir ferðamenn. Minnir á tilkynningarskylduna Kolbrún segir að foreldrar ættu ekki heldur að taka með börn sem orðin eru stálpuð en vegna ungs aldurs hafi hvorki þrek né úthald til að ganga langa vegalengd, leið sem er bæði grýtt og brött á köflum. Þá minnir Kolbrún á tilkynningarskyldu sextándu greinar barnaverndarlega sem kveður á um að öllum sé skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barni sé stefnt í hættu. Þá sé það hlutverk foreldra að gæta að velferð og vellíðan barna sinna. Í fyrstu grein barnaverndarlaga segir að foreldrum beri að gæta velfarnaðar barna sinna í hvívetna. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Börn og uppeldi Flokkur fólksins Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Ég, Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins vil mælast til þess að yfirvöld og umboðsmaður barna gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki alvarlega þegar þeir eru beðnir um að fara ekki með ung börn sín að gosstöðvunum,“ svo hefst yfirlýsing sem Kolbrún sendi fréttastofu í tilefni af fréttaflutningi af því að ung börn séu í nokkrum mæli tekin með upp að gosstöðvunum í Meradölum. Í gær var greint frá því að tvö ung börn hefðu örmagnast á leið niður frá gosstöðvunum í erfiðum veðuraðstæðum. Björgunarsveitarmaður sagði í samtali við Vísi að nokkuð algengt væri að fólk tæki ung börn sín með í gönguna, sér í lagi erlendir ferðamenn. Minnir á tilkynningarskylduna Kolbrún segir að foreldrar ættu ekki heldur að taka með börn sem orðin eru stálpuð en vegna ungs aldurs hafi hvorki þrek né úthald til að ganga langa vegalengd, leið sem er bæði grýtt og brött á köflum. Þá minnir Kolbrún á tilkynningarskyldu sextándu greinar barnaverndarlega sem kveður á um að öllum sé skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barni sé stefnt í hættu. Þá sé það hlutverk foreldra að gæta að velferð og vellíðan barna sinna. Í fyrstu grein barnaverndarlaga segir að foreldrum beri að gæta velfarnaðar barna sinna í hvívetna.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Börn og uppeldi Flokkur fólksins Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37