Barcelona segir núverandi samning Frenkie de Jong ólöglegan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. ágúst 2022 12:00 Frenkie de Jong er samningsbundinn Barcelona til ársins 2026. Núverandi stjórn félagsins telur samning leikmannsins ólöglegan. Eric Alonso/Getty Images Stjórn Barcelona vill ógilda núverandi samning Frenkie de Jong þar sem hún telur að samningurinn sé ekki löglegur. Forverar núverandi stjórnar voru við stjórnvölin er skrifað var undir og segja allt hafa verið gert eftir lögum og reglum. Núverandi stjórn er tilbúin að fara með málið fyrir dómstóla. Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Frenkie de Jong í allt sumar. Fjárhagsstaða Barcelona er vægast sagt slæm og hefur verið talið að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð þá leikmenn sem það hefur sótt til leiks. De Jong, sem á inni fleiri milljónir evra í ógreidd laun, hefur verið hvað helst orðaður við brottför enda bæði Manchester United og Chelsea á eftir honum. Bæði Joan Laporta, forseti félagsins, og Xavi, þjálfari þess, hafa gefið til kynna að Barcelona vilji halda Hollendingnum í Katalónu en Laporta hefur tekið skýrt fram að þá þurfi De Jong að taka á sig launalækkun. EXCLUSIVE: Barcelona told Frenkie de Jong on July 15 they have evidence of criminality around contract given by old board + cause for legal action vs all involved. #FCBarcelona asked him to annul deal & revert to previous terms @TheAthleticUK #MUFC #CFC https://t.co/g1at9ZqYL0— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 Nýjustu vendingar í samningsmálum De Jong eru þær að Laporta og félagar í stjórn Barcelona telja forvera sína ekki hafa verið með allt uppi á borðum er leikmaðurinn fékk nýjan samning í október árið 2020. Samkvæmt The Athletic lét stjórn félagsins leikmanninn og þá sem sjá um hans mál vita þann 15. júlí síðastliðinn að ekki væri allt með felldu og samningur hans væri í raun ólöglegur. Laporta vill að De Jong fari aftur á sömu laun og hann var á fyrir 20. október 2020. Fari svo að De Jong neiti þá er Barcelona tilbúið að fara með málið fyrir dómstóla. Þannig er mál með vexti að De Jong fékk tveggja ára framlengingu haustið 2020. Hann lækkaði í launum tímabilin 2020-21 og 2021-22 en átti svo að fá 18 milljónir evra frá 2022 til 2026. Gerard Piqué, Marc-Andre ter Stegen og Clement Lenglet skrifuðu undir samninga með svipuðum ákvæðum. Var þetta eitt af síðustu verkum Josep Bartomeu sem forseta félagsins en hann og þáverandi stjórn tapaði skömmu síðar í forsetakosningum Barcelona. Núverandi stjórn telur sig hafa sönnun fyrir því að samningar leikmannanna séu ekki löglegir og er hún tilbúin að fara með mál sitt fyrir dómstóla. Ekki er vitað hvort Piqué, Ter Stegen eða Lenglet (sem er á láni hjá Tottenham Hotspur) hafi fengið bréf líkt og það sem De Jong fékk. Samkvæmt The Athletic þá er fyrrverandi stjórn félagsins handviss um að allir samningar sem hún gerði séu löglegir. Í frétt Athletic kemur einnig fram að leikmannasamtök Hollands sem og FIFPRO, leikmannasamtök FIFA, fylgist grannt með stöðu mála þar sem það hefur verið gefið til kynna að Barcelona sé að reyna kúga De Jong til að skrifa undir nýjan samning. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á vill hinn 25 ára gamli Frenkie de Jong vera áfram í Katalóníu. Fari svo að hann yfirgefi félagið þá er talið líklegast að hann gangi í raðir Man United eða Chelsea en bæði lið hafa sýnt honum mikinn áhuga. Talið er að Lundúnaliðið sé tilbúið að borga uppsett verð sem og þær milljónir evra sem Hollendingurinn á inni hjá Barcelona. Þrátt fyrir allt fjármálavesen Börsunga hefur félagið samt sótt fimm leikmenn í sumar. Franck Kessie og Andreas Christensen komu á frjálsri sölu frá AC Milan og Chelsea. Raphinha var keyptur fyrir dágóða summu frá Leeds United og það sama má segja um Robert Lewandowski og Jules Koundé. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona fékk ekki leyfi til að skrá nýju leikmennina La Liga, spænska úrvalsdeildin í fótbolta, hefur hafnað beiðni Barcelona um að skrá nýja leikmenn sína til leiks. Barcelona þarf að safna frekara fé til að mega það. 6. ágúst 2022 07:00 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Frenkie de Jong í allt sumar. Fjárhagsstaða Barcelona er vægast sagt slæm og hefur verið talið að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð þá leikmenn sem það hefur sótt til leiks. De Jong, sem á inni fleiri milljónir evra í ógreidd laun, hefur verið hvað helst orðaður við brottför enda bæði Manchester United og Chelsea á eftir honum. Bæði Joan Laporta, forseti félagsins, og Xavi, þjálfari þess, hafa gefið til kynna að Barcelona vilji halda Hollendingnum í Katalónu en Laporta hefur tekið skýrt fram að þá þurfi De Jong að taka á sig launalækkun. EXCLUSIVE: Barcelona told Frenkie de Jong on July 15 they have evidence of criminality around contract given by old board + cause for legal action vs all involved. #FCBarcelona asked him to annul deal & revert to previous terms @TheAthleticUK #MUFC #CFC https://t.co/g1at9ZqYL0— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 Nýjustu vendingar í samningsmálum De Jong eru þær að Laporta og félagar í stjórn Barcelona telja forvera sína ekki hafa verið með allt uppi á borðum er leikmaðurinn fékk nýjan samning í október árið 2020. Samkvæmt The Athletic lét stjórn félagsins leikmanninn og þá sem sjá um hans mál vita þann 15. júlí síðastliðinn að ekki væri allt með felldu og samningur hans væri í raun ólöglegur. Laporta vill að De Jong fari aftur á sömu laun og hann var á fyrir 20. október 2020. Fari svo að De Jong neiti þá er Barcelona tilbúið að fara með málið fyrir dómstóla. Þannig er mál með vexti að De Jong fékk tveggja ára framlengingu haustið 2020. Hann lækkaði í launum tímabilin 2020-21 og 2021-22 en átti svo að fá 18 milljónir evra frá 2022 til 2026. Gerard Piqué, Marc-Andre ter Stegen og Clement Lenglet skrifuðu undir samninga með svipuðum ákvæðum. Var þetta eitt af síðustu verkum Josep Bartomeu sem forseta félagsins en hann og þáverandi stjórn tapaði skömmu síðar í forsetakosningum Barcelona. Núverandi stjórn telur sig hafa sönnun fyrir því að samningar leikmannanna séu ekki löglegir og er hún tilbúin að fara með mál sitt fyrir dómstóla. Ekki er vitað hvort Piqué, Ter Stegen eða Lenglet (sem er á láni hjá Tottenham Hotspur) hafi fengið bréf líkt og það sem De Jong fékk. Samkvæmt The Athletic þá er fyrrverandi stjórn félagsins handviss um að allir samningar sem hún gerði séu löglegir. Í frétt Athletic kemur einnig fram að leikmannasamtök Hollands sem og FIFPRO, leikmannasamtök FIFA, fylgist grannt með stöðu mála þar sem það hefur verið gefið til kynna að Barcelona sé að reyna kúga De Jong til að skrifa undir nýjan samning. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á vill hinn 25 ára gamli Frenkie de Jong vera áfram í Katalóníu. Fari svo að hann yfirgefi félagið þá er talið líklegast að hann gangi í raðir Man United eða Chelsea en bæði lið hafa sýnt honum mikinn áhuga. Talið er að Lundúnaliðið sé tilbúið að borga uppsett verð sem og þær milljónir evra sem Hollendingurinn á inni hjá Barcelona. Þrátt fyrir allt fjármálavesen Börsunga hefur félagið samt sótt fimm leikmenn í sumar. Franck Kessie og Andreas Christensen komu á frjálsri sölu frá AC Milan og Chelsea. Raphinha var keyptur fyrir dágóða summu frá Leeds United og það sama má segja um Robert Lewandowski og Jules Koundé.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona fékk ekki leyfi til að skrá nýju leikmennina La Liga, spænska úrvalsdeildin í fótbolta, hefur hafnað beiðni Barcelona um að skrá nýja leikmenn sína til leiks. Barcelona þarf að safna frekara fé til að mega það. 6. ágúst 2022 07:00 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Barcelona fékk ekki leyfi til að skrá nýju leikmennina La Liga, spænska úrvalsdeildin í fótbolta, hefur hafnað beiðni Barcelona um að skrá nýja leikmenn sína til leiks. Barcelona þarf að safna frekara fé til að mega það. 6. ágúst 2022 07:00
Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01
Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31