Lífið

„Bless í bili“

Elísabet Hanna skrifar
Vinirnir kveðja í bili.
Vinirnir kveðja í bili. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim.

Einbeitir sér að leiklistinni

„Í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlum ég og Jói að halda okkar síðustu tónleika (í bili). Ég er á leiðinni í skóla þar sem mig langar að beita mér að fullu og Jói er að leggja lokahönd á frábæra sóló plötu,“ segir Króli í tilkynningunni en hann er að hefja nám á Leikarabraut LHÍ í haust líkt og hann tilkynnti fyrir nokkrum vikum á miðli sínum:

„ÉG KOMST INN Í LEIKARANN Í LHÍ!?!? Ég sest á skólabekk í haust ég get ekki beðið og ég lofa að klára í þetta skipti!“ Sagði hann en nýverið hefur hann farið með hlutverk í barnasöngleikjunum Benedikt Búálfi og Ávaxtakörfunni

Besta sem hann gerir

„Það besta sem ég geri er að spila á tónleikum með mínum bestu vinum. Núna verður Sinfóníuhljómsveit líka með sem er bara gaman,“ segir Króli sem ætlar að njóta þess að stíga á svið með JóaPé. 

„Ekki missa af því að sjá JóaPé og Króla í seinasta sinn (í bili),“ segir hann að lokum ásamt því að senda fylgjendum sínum mikla ást.


Tengdar fréttir

Króli komst inn í leik­listina

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, komst inn fyrstu tilraun í leiklistarnám við Listaháskóla Íslands í dag. 

JóiPé og Króli minna á réttindi barna

Alþjóðadagur barna er í dag, 20. nóvember. Af því tilefni hefur Ungmennaráð UNICEF framleitt myndbönd til að útskýra barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×