Lífið

JóiPé og Króli minna á réttindi barna

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
JóiPé og Króli skella sér meðal annars í keilu í myndböndum Ungmennaráðs UNICEF.
JóiPé og Króli skella sér meðal annars í keilu í myndböndum Ungmennaráðs UNICEF. Skjáskot
Alþjóðadagur barna er í dag, 20. nóvember. Af því tilefni hefur Ungmennaráð UNICEF framleitt myndbönd til að útskýra barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Í myndböndunum koma fjögur ungmenni fram, þau Berglind Alda Ástþórsdóttir, Inga Steinunn Henningsdóttir, Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli og Jóhann Damian Patreksson, betur þekktur sem Jói Pé. Þar útskýra þau á mannamáli hinar ýmsu greinar barnasáttmálans og fara yfir tilgang hans.

Meðal þess sem komið er inn á er réttur barna til læknisþjónustu, bæði við líkamlegum og andlegum veikindum og rétt barna til að hlustað sé á þau.

Yfirskrift átaks UNICEF á Íslandi á alþjóðadegi degi barna er #börnfáorðið. Markmið dagsins er að gefa börnum og ungmennum orðið, og skapa vettvang fyrir þau til að tjá skoðanir sínar opinberlega og í sínu nærumhverfi. UNICEF á Íslandi hvetur fólk til að gefa börnum orðið í dag, og alla aðra daga, þannig að börn fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar og tala fyrir réttindum sínum og annarra barna heima hjá sér, í skólanum og úti í samfélaginu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.