Króli komst inn í leiklistina Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2022 22:22 Kristinn Óli Haraldsson segist spenntur fyrir komandi ævintýrum. Vísir/Vilhelm Leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, komst inn fyrstu tilraun í leiklistarnám við Listaháskóla Íslands í dag. Fréttastofa náði tali af Króla fyrr í dag þegar hann var nýbúinn að fá fréttirnar. Hann segist ekki hafa búist við því að komast inn enda margir hæfileikaríkir umsækjendur: „Ég held að það búist enginn við því,“ segir hann hress. Króli skaust upp á stjörnuhimininn með tvíeykinu JóiPé og Króli fyrir nokkrum árum en Króli segist ekki ætla að leggja tónlistina á hilluna. Leiklistin verði þó líklega „aðalfókusinn“ á næstu misserum og draumurinn sé að gera leiklistina að aðalstarfi. „Jói er að gera frábæra sólóplötu og hann er meira að segja í sama skóla og ég. Þannig að við verðum skólabræður núna næsta haust,“ segir Króli en JóiPé, eða Jóhannes Damian Patreksson, mun leggja stund á tónsmíðar við Listaháskólann. Króli hefur áður verið í leiklist samhliða tónlistinni en hann fór meðal annars með aðalhlutverk í söngleiknum Hlið við hlið sem frumsýndur var í Gamla bíói í fyrra. Þá var hann einnig á samningi hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta ári og lék í söngleik um hinn góðkunna Benedikt Búálf. „Maður á alltaf að reyna sitt besta og láta ekkert stoppa sig. Það er kannski smá klisjukennt en það er einhver sannleikur í þessu,“ segir Króli og hlær. Tónlist Leikhús Skóla - og menntamál Tímamót Tengdar fréttir JóiPé og Króli í hringferð um landið: „Fyrsta skipti sem að við seljum á okkar eigin tónleika“ Hipphopp-tvíeykið JóiPé og Króli hafa ákveðið að leggja land undir fót og halda ásamt hljómsveit í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið. 22. júní 2021 09:58 Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Króla fyrr í dag þegar hann var nýbúinn að fá fréttirnar. Hann segist ekki hafa búist við því að komast inn enda margir hæfileikaríkir umsækjendur: „Ég held að það búist enginn við því,“ segir hann hress. Króli skaust upp á stjörnuhimininn með tvíeykinu JóiPé og Króli fyrir nokkrum árum en Króli segist ekki ætla að leggja tónlistina á hilluna. Leiklistin verði þó líklega „aðalfókusinn“ á næstu misserum og draumurinn sé að gera leiklistina að aðalstarfi. „Jói er að gera frábæra sólóplötu og hann er meira að segja í sama skóla og ég. Þannig að við verðum skólabræður núna næsta haust,“ segir Króli en JóiPé, eða Jóhannes Damian Patreksson, mun leggja stund á tónsmíðar við Listaháskólann. Króli hefur áður verið í leiklist samhliða tónlistinni en hann fór meðal annars með aðalhlutverk í söngleiknum Hlið við hlið sem frumsýndur var í Gamla bíói í fyrra. Þá var hann einnig á samningi hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta ári og lék í söngleik um hinn góðkunna Benedikt Búálf. „Maður á alltaf að reyna sitt besta og láta ekkert stoppa sig. Það er kannski smá klisjukennt en það er einhver sannleikur í þessu,“ segir Króli og hlær.
Tónlist Leikhús Skóla - og menntamál Tímamót Tengdar fréttir JóiPé og Króli í hringferð um landið: „Fyrsta skipti sem að við seljum á okkar eigin tónleika“ Hipphopp-tvíeykið JóiPé og Króli hafa ákveðið að leggja land undir fót og halda ásamt hljómsveit í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið. 22. júní 2021 09:58 Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
JóiPé og Króli í hringferð um landið: „Fyrsta skipti sem að við seljum á okkar eigin tónleika“ Hipphopp-tvíeykið JóiPé og Króli hafa ákveðið að leggja land undir fót og halda ásamt hljómsveit í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið. 22. júní 2021 09:58