Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Eiður Þór Árnason skrifar 8. ágúst 2022 09:23 Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík verður ekki með mannskap á svæðinu í dag. Vísir//Vilhelm Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en svæðið hefur verið lokað almenningi frá því klukkan fimm í gærmorgun. Vegna lokunar á svæðinu verður tækifærið nýtt í dag til að lagfæra gönguleið A, en það er sú gönguleið sem flestir fara þegar farið er að gosstöðvunum. Einnig verður unnið að öðrum lagfæringum á svæðinu. Opnað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan tíu á morgun þriðjudag að öllu óbreyttu. Búist er við vindhraða á bilinu átta til tólf metrum á sekúndu á gönguleiðinni í dag auk strekkings og úrkomu. Því gæti gönguleiðin verið blaut eða hál. Björgunarsveitarfólk að hvíla sig Að sögn lögreglunar á Suðurnesjum er nú vont veður upp á fjalli, mikil rigning og mun hvessa verulega eftir hádegi. „Björgunarsveitin Þorbjörn er með sitt fólk í hvíld, sem er vel skiljanlegt þar sem mikið hefur mætt á þeim undanfarið. Við viljum benda á að eins og staðan er núna þá er engin björgunarsveitarmaður á fjallinu og því ekki hægt að aðstoða þá sem þurfa aðstoð þarna í dag komi eitthvað upp á,“ segir í Facebook-færslu lögregluembættisins. „Það eru vinsamleg tilmæli frá okkur til ykkar að gefa starfsfólki sem er við vinnu til að bæta aðgengi fólks að gosinu við gosstöðvarnar rými til að athafna sig og ekki síður að biðla til ykkar að fara ekki þarna upp í dag þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi ykkar.“ Góð veðurspá sé fyrir morgundaginn og því megi búast við að opið verði inn á svæðið. Greint hefur verið frá því að þó nokkrir ferðamenn hafi reynt að koma sér að gosstöðvunum í gær en verið snúið við af björgunarsveitum. Almannavarnir hafa biðlað til almennings og fólks í ferðaþjónustunni að láta ferðamenn vita af lokuninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en svæðið hefur verið lokað almenningi frá því klukkan fimm í gærmorgun. Vegna lokunar á svæðinu verður tækifærið nýtt í dag til að lagfæra gönguleið A, en það er sú gönguleið sem flestir fara þegar farið er að gosstöðvunum. Einnig verður unnið að öðrum lagfæringum á svæðinu. Opnað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan tíu á morgun þriðjudag að öllu óbreyttu. Búist er við vindhraða á bilinu átta til tólf metrum á sekúndu á gönguleiðinni í dag auk strekkings og úrkomu. Því gæti gönguleiðin verið blaut eða hál. Björgunarsveitarfólk að hvíla sig Að sögn lögreglunar á Suðurnesjum er nú vont veður upp á fjalli, mikil rigning og mun hvessa verulega eftir hádegi. „Björgunarsveitin Þorbjörn er með sitt fólk í hvíld, sem er vel skiljanlegt þar sem mikið hefur mætt á þeim undanfarið. Við viljum benda á að eins og staðan er núna þá er engin björgunarsveitarmaður á fjallinu og því ekki hægt að aðstoða þá sem þurfa aðstoð þarna í dag komi eitthvað upp á,“ segir í Facebook-færslu lögregluembættisins. „Það eru vinsamleg tilmæli frá okkur til ykkar að gefa starfsfólki sem er við vinnu til að bæta aðgengi fólks að gosinu við gosstöðvarnar rými til að athafna sig og ekki síður að biðla til ykkar að fara ekki þarna upp í dag þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi ykkar.“ Góð veðurspá sé fyrir morgundaginn og því megi búast við að opið verði inn á svæðið. Greint hefur verið frá því að þó nokkrir ferðamenn hafi reynt að koma sér að gosstöðvunum í gær en verið snúið við af björgunarsveitum. Almannavarnir hafa biðlað til almennings og fólks í ferðaþjónustunni að láta ferðamenn vita af lokuninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14
Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30
Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13