Eggert Aron: „Þetta sendir okkur í toppbaráttuna“ Árni Jóhansson skrifar 7. ágúst 2022 21:35 Eggert Aron var stórkostlegur í dag. Vísir/Hulda Margrét Eggert Aron Guðmundsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins þegar Stjarnan vann Breiðablik 5-2 í 16. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Kappinn skoraði tvö mörk og var duglegur í að hjálpa til í varnarleiknum og átti gott samspil við félaga sína. Eggert var spurður hvort það væri ekki dásamlegt að vinna granna sína úr Kópavogi svona stórt. „Já vá. Við byrjuðum bara strax á fyrstu mínútu og sýndum þeim að við ætluðum að pressa þá og ég held bara að þeir hafi ekki búist við því. Við sigruðumst á pressunni og skoruðum snemma og settum smá panikk í þá.“ Eftir að Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins þá settust þeir aftar á völlinn og var Eggert spurður að því hvort það hafi ekki farið um þá þegar Blikarnir herjuðu á heimamenn og jöfnuðu svo metin. „Við hættum að pressa þegar við skoruðu en það gerist stundum en Blikar eru náttúrlega með drullugott lið. Emil var svo töframaðurinn eins og hann er búinn að vera í allt sumar“, sagði Eggert og átti við að Emil Atlason kom heimamönnum aftur yfir á 37. mínútu en talandi um töfra þá skoraði Eggert Aron sitt annað mark skömmu fyrir hálfleik og var það af dýrari gerðinni. Hann var beðinn um að ræða markið. „Ég var bara að koma úr rangstöðunni og allt í einu er boltinn langt fyrir ofan mig. Ég næ svo bara einhvernveginn að koma við hann og vippa honum síðan yfir Anton.“ Að lokum var Eggert spurður að því hvað svona sigur gerði fyrir liðið og svo hvað hann gerði fyrir sjálfstraust leikmannsins. „Þetta sendir okkur í toppbaráttuna. Við ætlum bara að berjast í þessu til seinasta leiks. Sjálfstraustið er búið að vera fínt hjá mér en þetta gerir það ekki verra.“ Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 5-2 | Fimm Stjörnu frammistaða í Garðabænum Stjarnan tók Breiðabliki í kennslustund í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn endaði 5-1 fyrir heimamenn en spilað var í Garðabænum. Ég er ekki viss um að Stjörnumenn hafi spilað betur í sumar og Blikar áttu bara hreinlega engin svör. 7. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira
Eggert var spurður hvort það væri ekki dásamlegt að vinna granna sína úr Kópavogi svona stórt. „Já vá. Við byrjuðum bara strax á fyrstu mínútu og sýndum þeim að við ætluðum að pressa þá og ég held bara að þeir hafi ekki búist við því. Við sigruðumst á pressunni og skoruðum snemma og settum smá panikk í þá.“ Eftir að Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins þá settust þeir aftar á völlinn og var Eggert spurður að því hvort það hafi ekki farið um þá þegar Blikarnir herjuðu á heimamenn og jöfnuðu svo metin. „Við hættum að pressa þegar við skoruðu en það gerist stundum en Blikar eru náttúrlega með drullugott lið. Emil var svo töframaðurinn eins og hann er búinn að vera í allt sumar“, sagði Eggert og átti við að Emil Atlason kom heimamönnum aftur yfir á 37. mínútu en talandi um töfra þá skoraði Eggert Aron sitt annað mark skömmu fyrir hálfleik og var það af dýrari gerðinni. Hann var beðinn um að ræða markið. „Ég var bara að koma úr rangstöðunni og allt í einu er boltinn langt fyrir ofan mig. Ég næ svo bara einhvernveginn að koma við hann og vippa honum síðan yfir Anton.“ Að lokum var Eggert spurður að því hvað svona sigur gerði fyrir liðið og svo hvað hann gerði fyrir sjálfstraust leikmannsins. „Þetta sendir okkur í toppbaráttuna. Við ætlum bara að berjast í þessu til seinasta leiks. Sjálfstraustið er búið að vera fínt hjá mér en þetta gerir það ekki verra.“
Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 5-2 | Fimm Stjörnu frammistaða í Garðabænum Stjarnan tók Breiðabliki í kennslustund í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn endaði 5-1 fyrir heimamenn en spilað var í Garðabænum. Ég er ekki viss um að Stjörnumenn hafi spilað betur í sumar og Blikar áttu bara hreinlega engin svör. 7. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 5-2 | Fimm Stjörnu frammistaða í Garðabænum Stjarnan tók Breiðabliki í kennslustund í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn endaði 5-1 fyrir heimamenn en spilað var í Garðabænum. Ég er ekki viss um að Stjörnumenn hafi spilað betur í sumar og Blikar áttu bara hreinlega engin svör. 7. ágúst 2022 21:15