Atli Sigurjónsson: „Held að ég hafi skorað lúmskt mörg með hægri" Hjörvar Ólafsson skrifar 7. ágúst 2022 19:36 Atli Sigurjónsson skoraði þrennu gegn ÍBV í kvöld. Vísir/Diego Atli Sigurjónsson lék á als oddi þegar KR vann ÍBV með fjórum mörkum gegn engu í Bestu deild karla í fótbotla í kvöld. Atli skoraði þrennu í leiknum og er nú orðinn markahæsti leikmaður KR í deildinni í sumar. „Það er nú oft sagt þegar ég skora með skoti fyrir utan vítateig að markmaðurinn hefði átt að gera betur en ég held að þetta hafi bara verið nokkuð góð skot þó ég segi sjálfur frá. Þriðja markið bar svo keim af því að ég var kominn með mikið sjálfstraust," sagði Atli þegar hann var beðinn um að lýsa mörkum sínum. Atli skoraði eitt marka sinna með hægri hann segir það ekki jafn mikil tíðindi og ætla mætti: „Ég skora nú ekki svo oft en mér finnst ég hafa fengið spurningu um hvort það ekki merkilegt að ég hafi sett hann með hægri nokkuð oft áður. Það væri gaman að sjá tölfræði hversu mörg marka minna hafa komið með skoti með hægri fæti," sagði kantmaðurinn léttur . „Það var mjög gaman að spila hérna í kvöld. Það var góð stemming í stúkunni og það skilaði sér inn á völlinn. Við viljum gera betur hérna í Vesturbænum og hafa gaman af því að spila fótbolta. Það er markmiðið að þoka okkur ofar töflunna og skemmta okkur og stuðningsmönnum okkar með flottum fótbolta," sagði hann. „Í síðasta leik gegn KA náðum við að harka inn úrslit og maður fann það í þeim leik að það var langt síðan við unnum leik. Í þessum leik var sjálfstraustið meira og við héldum áfram að sækja eftir að hafa komist yfir í stað þess að verja forskotið. Þetta var flott frammistaða," sagði Atli sem hefur nú skorað fimm mörk í deildinni, einu meira en Ægir Jarl Jónasson. Fótbolti Besta deild karla KR Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
„Það er nú oft sagt þegar ég skora með skoti fyrir utan vítateig að markmaðurinn hefði átt að gera betur en ég held að þetta hafi bara verið nokkuð góð skot þó ég segi sjálfur frá. Þriðja markið bar svo keim af því að ég var kominn með mikið sjálfstraust," sagði Atli þegar hann var beðinn um að lýsa mörkum sínum. Atli skoraði eitt marka sinna með hægri hann segir það ekki jafn mikil tíðindi og ætla mætti: „Ég skora nú ekki svo oft en mér finnst ég hafa fengið spurningu um hvort það ekki merkilegt að ég hafi sett hann með hægri nokkuð oft áður. Það væri gaman að sjá tölfræði hversu mörg marka minna hafa komið með skoti með hægri fæti," sagði kantmaðurinn léttur . „Það var mjög gaman að spila hérna í kvöld. Það var góð stemming í stúkunni og það skilaði sér inn á völlinn. Við viljum gera betur hérna í Vesturbænum og hafa gaman af því að spila fótbolta. Það er markmiðið að þoka okkur ofar töflunna og skemmta okkur og stuðningsmönnum okkar með flottum fótbolta," sagði hann. „Í síðasta leik gegn KA náðum við að harka inn úrslit og maður fann það í þeim leik að það var langt síðan við unnum leik. Í þessum leik var sjálfstraustið meira og við héldum áfram að sækja eftir að hafa komist yfir í stað þess að verja forskotið. Þetta var flott frammistaða," sagði Atli sem hefur nú skorað fimm mörk í deildinni, einu meira en Ægir Jarl Jónasson.
Fótbolti Besta deild karla KR Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira