Fótbolti

Andri Fannar lék sína fyrstu mínútur fyrir NEC

Hjörvar Ólafsson skrifar
Andri Fannar Baldursson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir NEC Nijmegen í dag. 
Andri Fannar Baldursson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir NEC Nijmegen í dag.  Vísir/Getty

Andri Fannar Baldursson lék sínar fyrstu mínútur fyrir NEC Nijmegen í hollensku efstu deildinni í fótbolta karla þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Twente í fyrstu umferð deildarinnar í dag. 

Andri Fannar, sem gekk nýlega til liðs við NEC Nijmegen á láni frá ítalska félaginu Bologna, kom inná fyrir Dirk Wanner Propper undir lok leiksins. 

Það var Sem Steijn sem skoraði sigurmark Twente í uppbótartíma leiksins og svekkjandi tap Andra Fannars og samherja hans staðreynd. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.