Innlent

Hestar sluppu með skrekkinn þegar kviknaði í hest­húsi

Árni Sæberg skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eldinn og bjargaði hestunum.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eldinn og bjargaði hestunum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Laust fyrir klukkan sjö í morgun barst slökkviliði tilkynning um eld í hesthúsi í Hafnarfirði. Tveir hestar voru inni í húsinu en þeim var bjargað.

Morgunblaðið hefur eftir Hafsteini Halldórssyni, aðstoðar­varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, að slökkviliðsmönnum hafi tekist að koma hestunum út úr húsinu og að þeir virðist í góðu ásigkomulagi.

Að hans sögn hefur slökkvistarf gengið vel í morgun, nú sé verið að rífa húsið niður, athuga hvort eldur leynist í rústunum og slökkva glæður.

„Við erum far­in að sjá fyr­ir end­ann á þessu,“ hefur Morgunblaðið eftir Hafsteini.

Slökkvistarfi er lokið og slökkviliðið er klárt í næsta útkall, að því er segir í færslu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.