Innlent

Hin­segin fólk á­hyggju­fullt vegna bak­slags

Ellen Geirsdóttir Håkansson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Margt var í miðbænum í dag. T.h. Kitty Anderson og Róbert Bjargarson.
Margt var í miðbænum í dag. T.h. Kitty Anderson og Róbert Bjargarson. Egill Aðalsteinsson/Vísir

Gríðarlegur fjöldi var saman kominn í Gleðigöngunni í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. Hinsegin fólk segir að mæting sé til marks um samstöðu þrátt fyrir mikið bakslag í þjóðfélaginu.

Gleðin ríkti í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar Hinsegindagar náðu hápunkti sínum með Gleðigöngunni. Hinsegin fólk fylkti liði að Hallgrímskirkju þar sem gangan hófst.

Margir lýstu áhyggjum af bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks.

„Það sem má ekki gleymast er að öll mannréttindabarátta stendur saman þannig að það að komi bakslag komi hjá okkur getur mjög auðveldlega farið yfir í bakslag á konur og aðra hópa,“ segir Jóhann G. Thorarensen.

Kitty Anderson formaður Instersex Íslands segist hafa fundið fyrir bakslagi í þjóðfélaginu hvað varðar málefni hinseginfólks og nú sé mikilvægara að hinseginsamfélagið komi saman en áður.

Aðrir spyrja hvort samfélagið vilji ekki að allir séu hamingjusamir.

„Þetta virkar bara svona, við komumst tvö skref áfram og eitt skref aftur svo bara halda áfram að berjast. Það eina sem við viljum er að allir séu hamingjusamir er það ekki,“ segir Róbert Bjargarson, faðir hinsegin barna.

Söngkonan Sigga Beinteins segist hafa fundið fyrir samstöðu í dag og samstaðan sé með hinsegin fólki, hún segist vona að fordómarnir komi frá fáum einstaklingum sem vanti fræðslu. Hinsegin fólk hafi staðið sig vel í fræðslumálum. „Ég held að Íslendingar standi með hinseginsamfélaginu mjög vel eins og sást bara í dag,“ segir Sigga.


Tengdar fréttir

Gleði­gangan fínasti stað­gengill Fiski­dagsins

Gestir Gleðigöngunnar voru margir í dag og voru margir hverjir þeirra ansi litríkir líkt og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson og útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars. Þeir voru báðir í dragi þegar fréttastofa náði tali af þeim.

Gleðin við völd í mið­bænum

Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, hófst klukkan 14. Gangan hefur ekki verið gengin síðan árið 2019 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því er gleðin við völd, sem hún er reyndar alltaf.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.