Frábær tölfræði Arnórs í fyrsta sigri Norrköping í tæpa þrjá mánuði Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 22:30 Arnór Sigurðsson átti frábæran leik í dag. IFK Norrköping Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson var á skotskónum er Norrköping vann Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tölfræði Skagamannsins í leiknum var býsna góð en Norrköping hafði ekki unnið leik í háa herrans tíð. Norrköping hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er leiktíð en gengið hefur verið kaflaskipt. Eftir að hafa mistekist að vinna fyrstu fjóra leiki tímabilsins í deildinni unnust fjórir leikir í röð frá 26. apríl til 15. maí. Síðan þá hefur Norrköping aftur á móti ekki unnið leik í níu tilraunum - allt þar til í dag þegar Degerfors kom í heimsókn. Arnor Sigurdsson är fri från egen planhalva och gör inga misstag när han ska sätta bollen i mål! 2-0 IFK Norrköping pic.twitter.com/rfE0cHpEcg— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 6, 2022 Arnór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason byrjuðu báðir á miðju Norrköping en Andri Lucas Guðjohnsen spilaði síðasta korterið er liðið vann 2-0 sigur þar sem Arnór tryggði sigurinn með öðru marki liðsins í uppbótartíma. Ef litið er á tölfræði Arnórs í leiknum er erfitt að segja að hann hafi ekki verið á meðal þeirra betri á vellinum. Arnor Sigurdsson against Degerfors;- 1 goal- 92% accurate passes (24/26)- 100% crosses (2/2)- 100% long passes (1/1)- 2 key passes- 1 big chance created- 5/6 dribbles- 8 freekicks won- 3 interceptions- 1 blocked shot- 1 clearance- 1 tackle- 14/18 total duels won pic.twitter.com/Zkfp5FNTdP— (@SwedeStats) August 6, 2022 92 prósent sendinga Arnórs hittu samherja í leiknum, þar af báðar fyrirgjafir hans, hann átti tvær lykilsendingar og skapaði eitt dauðafæri. Hann kláraði fimm af sex hlaupum sínum með boltann og fiskaði átta aukaspyrnur í leiknum. Þegar litið er á varnarleik hans, komst hann þrisvar inn í sendingu andstæðings, komst fyrir eitt skot og vann 14 af 18 einvígjum sem hann fór í. Arnór gekk í raðir liðsins frá CSKA Moskvu í sumar eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Venezia í Feneyjum á síðustu leiktíð. Hann virðist nú vera á réttri leið í kunnuglegu umhverfi en hann lék áður með Norrköping frá 2017 til 2018. Sænski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Norrköping hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er leiktíð en gengið hefur verið kaflaskipt. Eftir að hafa mistekist að vinna fyrstu fjóra leiki tímabilsins í deildinni unnust fjórir leikir í röð frá 26. apríl til 15. maí. Síðan þá hefur Norrköping aftur á móti ekki unnið leik í níu tilraunum - allt þar til í dag þegar Degerfors kom í heimsókn. Arnor Sigurdsson är fri från egen planhalva och gör inga misstag när han ska sätta bollen i mål! 2-0 IFK Norrköping pic.twitter.com/rfE0cHpEcg— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 6, 2022 Arnór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason byrjuðu báðir á miðju Norrköping en Andri Lucas Guðjohnsen spilaði síðasta korterið er liðið vann 2-0 sigur þar sem Arnór tryggði sigurinn með öðru marki liðsins í uppbótartíma. Ef litið er á tölfræði Arnórs í leiknum er erfitt að segja að hann hafi ekki verið á meðal þeirra betri á vellinum. Arnor Sigurdsson against Degerfors;- 1 goal- 92% accurate passes (24/26)- 100% crosses (2/2)- 100% long passes (1/1)- 2 key passes- 1 big chance created- 5/6 dribbles- 8 freekicks won- 3 interceptions- 1 blocked shot- 1 clearance- 1 tackle- 14/18 total duels won pic.twitter.com/Zkfp5FNTdP— (@SwedeStats) August 6, 2022 92 prósent sendinga Arnórs hittu samherja í leiknum, þar af báðar fyrirgjafir hans, hann átti tvær lykilsendingar og skapaði eitt dauðafæri. Hann kláraði fimm af sex hlaupum sínum með boltann og fiskaði átta aukaspyrnur í leiknum. Þegar litið er á varnarleik hans, komst hann þrisvar inn í sendingu andstæðings, komst fyrir eitt skot og vann 14 af 18 einvígjum sem hann fór í. Arnór gekk í raðir liðsins frá CSKA Moskvu í sumar eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Venezia í Feneyjum á síðustu leiktíð. Hann virðist nú vera á réttri leið í kunnuglegu umhverfi en hann lék áður með Norrköping frá 2017 til 2018.
Sænski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira