Erlent

Biden búinn að losna við Covid, aftur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Allir blaðamannafundir Biden síðustu sautján daga hafa farið fram á lóð Hvíta hússins.
Allir blaðamannafundir Biden síðustu sautján daga hafa farið fram á lóð Hvíta hússins. EPA/Evan Vucci

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú aftur losað sig við kórónuveiruna. Forsetinn greindist með veiruna um síðustu helgi en hann mun þó halda áfram í einangrun þar til prófið er staðfest.

Biden greindist fyrst með Covid þann 21. júlí síðastliðinn og fór þá í einangrun. Greint var frá því sex dögum síðar hann væri ekki lengur með Covid og kominn úr einangrun.

Hann tók próf aftur þann 30. júní síðastliðinn og greindist þá aftur jákvæður. Hann var þá sendur í einangrun. Aftur.

CNN greinir frá því að Biden sé nú aftur búinn að greinast neikvæður en hann eigi þó eftir að fara í annað próf til að staðfesta það. Ef það próf er líka neikvætt þá losnar hann úr einangrun.

Biden hefur dvalið í Hvíta húsinu nú í sautján daga samfleytt og hlýtur að vera orðinn spenntur að geta farið út fyrir lóðina. Hann er ekki með neina viðburði á dagskrá en þeir viðburðir sem hann þurfti að mæta á á meðan hann var í einangrun notaði hann Zoom til að vera með. Allir blaðamannafundir Biden hafa verið haldnir fyrir utan Hvíta húsið á meðan hann var í einangrun. 


Tengdar fréttir

Biden aftur með Covid

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, mældist aftur jákvæður fyrir Covid-19 í dag. Hann þarf því að fara í fimm daga einangrun að nýju, aðeins þremur dögum eftir að hann fékk neikvætt próf og yfirgaf einangrun.

Biden með Covid

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur greinst með Covid-19 sjúkdóminn en finnur aðeins fyrir smávægilegum einkennum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.